Ýmis úrræði sem eru foreldrum að kostnaðarlausu og gott er að vita af
- Heimili og skóli - landssamtök foreldra
- https://www.heimiliogskoli.is/
- Heimili og skóli veita ráðgjöf og stuðning til foreldra og foreldrasamtaka um allt land, ásamt því að gefa út fjölbreytt fræðsluefni til stuðnings við foreldra. Samtökin reka fræðsluskrifstofu í Reykjavík. Heimili og skóli reka einnig SAFT netöryggisverkefnið,vakningarátak um örugga og jákvæða tækja- og miðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Foreldrasíminn er hugsaður fyrir foreldra og fagfólk til að fá endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning. Í Foreldrasímanum eru veittar upplýsingar um hvert skal leita með mál og ráðgjöf veit eftir atvikum til að styðja við og efla foreldrasamstarf og jákvæð samskipti foreldra og skóla. Foreldrasími Heimilis og skóla er 516-0100 og er opinn alla virka daga frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00.
- Sjónarhóll
- https://sjonarholl.is/
- Sjónarhóll er óháð ráðgjafarmiðstöð sem vinnur að því að styrkja og efla einstakar fjölskyldur. Hjá Sjónarhóli geta fjölskyldur fengið aðstoð á ýmsu formi og er þjónusta Sjónarhóls gjaldfrjáls. Sjónarhóll er með skrifstofur á Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Hægt er að hringja mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-11:00. Sími: 535-1900. Netfang: sjonarholl@sjonarholl.is
- Hjálparsími 1717
- https://1717.is
- Hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis. Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund erindi til 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðgjöf og þjónusta 1717 er ekki ætlað að koma í stað meðferðar hjá fagaðila.
- Kvennaráðgjöfin
- https://www.kvennaradgjofin.is/
- Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur. Opnunartímar eru þriðjudaga frá kl. 20:00-22:00 og fimmtudaga frá kl. 14:00-16:00. Megintilgangur starfseminnar er að veita konum stuðning og ráðgjöf, en Kvennaráðgjöfin er opin öllum konum og körlum og má hvort sem er koma eða hringja. Þjónustan er endurgjaldslaus og þurfa þeir sem til okkar sækja ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar. Hjá Kvennaráðgjöfinn starfa bæði lögfræðingar og félagsráðgjafar og laganemar og félagsráðgjafanemar í sjálfboðavinnu. Alltaf er þörf nýrra sjálfboðaliða og leikur ekki vafi á því að reynslan af sjálfboðastörfum fyrir Kvennaráðgjöfina kemur bæði félagsráðgjafar- og laganemum til góða. Heimilisfang: Túngata 14 (Hallveigarstöðum), 101 Reykjavík. Sími: 552-1500
- Geðhjálp
- https://www.gedhjalp.is
- Frí ráðgjöf. Hjá Geðhjálp eru starfandi fagmenntaðir ráðgjafar sem ætlað er að veita eftirfarandi þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds; Stuðnings- og matsviðtöl, sem miða að því að skilgreina vanda, veita upplýsingar og leiðbeiningar um viðeigandi úrræði eða meðferð. Eftirfylgni bæði í formi símtala, viðtala sem og tölvupósts. Móttaka kvartana vegna þjónustu. Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali, tölvupósti eða í gegnum Kara Connect. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi en er ekki hugsuð sem meðferð eða vera meðferðarígildi.
- Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar | Multicultural Information Centre
- https://mcc.is/
- The Multicultural Information Centre runs a counselling service and its staff is here to help you. The service is free of charge and confidential. We have counsellors that speak English, Polish, Ukrainian, Spanish, Arabic, Italian, Russian, Estonian, German, French and Icelandic. Immigrants can get assistance to feel safe, to be well-informed and supported while living in Iceland. Our counsellors offer information and advice with respect to your privacy and confidentiality. We are cooperating with key institutions and organizations in Iceland so together we are able to serve you according to your needs.
- EN: First steps for EEA and EFTA Citizens
- PL: Pierwsze kroki obywatela kraju EOG i EFTA
- LT: Pirmieji žingsniai Islandijoje Informacinė knygelė EEE ir EFTA šalių piliečiams
- LV: Pirmie soļi EEZ (Eiropas ekonomikas zonas) un EBTA (Eiropas brīvas tirdzniecības asociācijas) valstu pilsoņiem
- ES: Los primeros pasos para ciudadanos de países miembros de EEE y AELC
- RU: Первые шаги граждан стран, входящих в ЕЭЗ и ЕАСТ
Önnur úrræði - ekki öll þjónusta endurgjaldslaus
- Foreldrahús
- https://foreldrahus.is/
- Vímulaus æska (VÆ) stofnaði Foreldrahús árið 1999 en kjarnastarfsemi þess er ráðgjöf, meðferð og fræðsla. Þar er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda. Utan opnunartíma tekur Foreldrasíminn 581-1799 við þar sem fagaðili veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning en Foreldrasíminn hefur verið opinn linnulaust frá stofnun VÆ árið 1986. Skrifstofan er opin kl. 9:00–16:00 alla virka daga og er hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa Foreldrahúss í síma 511 6160 eða senda fyrirspurn á netfangið radgjof@foreldrahus.is
- Betra nám
- https://www.betranam.is/
- Sérhæfð ráðgjöf og námskeið fyrir nemendur sem eiga erfitt updráttar í skóla. Við einbeitum okkur að lestrar- og stærðfræðiörðugleikum og bjóðum í dag upp á einfaldar og hagkvæmar lausnir í formi heimaþjálfunar fyrir þennan hóp.
- Jafnréttishús | The Equality Center
- http://jafn.is/
- The Equality Center is an organization that provides services in interpretation, counseling, volunteering, language, computer, self-stimulation courses, and swimming. We focus mostly on adult educated immigrants and helping women and children.
Þessi síða var uppfærð í október 2024