Við Hörðuvallaskóla starfar Dagný Annasdóttir talmeinafræðingur sem kemur í skólann samkvæmt ákveðnu skipulagi sem nálgast má á heimasíðu. Verksvið talmeinafræðings er að aðstoða nemendur sem eiga við einhvers konar málörðugleika að etja. Algengast er að talkennari fái til meðferðar nemendur með framburðargalla (þ.e. rangan framburð einstakra hljóða) raddveilur (hæsi), stam og seinkaðan málþroska.
Foreldrar barna sem þurfa á aðstoð talmeinafræðings að halda geta haft samband við umsjónarkennara og/eða deildarstjóra stoðþjónustu sem kemur tilvísun á framfæri. Telji talmeinafræðingurinn í kjölfar samtals við nemanda ástæðu til frekari athugunar og/eða talþjálfunar þá hefur hann samband við forsjáraðila viðkomandi nemanda. Eins vinnur talmeinafræðingur greiningar er lúta að málþroska nemenda og veitir ráðgjöf til forsjáraðila og starfsfólks þegar það á við.
Þessi síða var uppfærð í október 2024