Frímínútur

Ætlast er til að allir nemendur í 1.-7. bekk fari út í frímínútur tvisvar á dag.

Á yngri stigum er heimilt að vera inni eftir veikindi og þá að hámarki í tvo daga. Nauðsynlegt er að foreldrar/forráðamenn láti ritara skólans vita um inniveru með tölvupósti, símtali eða miða. Ef nemandi þarf að vera lengur inni en tvo daga vegna langvarandi veikinda eða meiðsla skal skila læknisvottorði um það.