Draumagerðarsmiðjan

Hörðuvallaskóli hlaut í byrjun árs 2024 styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu fyrir nýsköpunarver sem mun bera nafnið Draumagerðarsmiðja en í henni munu nemendur vinna að nýsköpunarverkefnum. Nemendur skólans hafa öðlast leikni í því að velja sér verkefni út frá áhugasviði sínu og styrkleikum.

Draumagerðarsmiðjunni er ætlað að ýta undir nýsköpun og sköpunargleði og um leið búa nemendum enn fjölbreyttara námsumhverfi sem hvetur til frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skapandi hugsunar. Fjölbreyttur og nútímavæddur námsgagnakostur sem tekur mið af örri tækniþróun og margbreytileika nemenda. Nemendur geta sjálfir þróað verkefni sín undir handleiðslu kennara og sýnt hugrekki í vali á verkefnum.

Verkefnið fer af stað haustið 2024. 

 

Tenglar úr fjölmiðlum tengdir verkefninu:

  • 16. janúar 2024: Velkomin, Vitund og Draumagerðasmiðjan styrkt.
  • 10. janúar 2024: Úthlutun styrkja til nýsköpunar og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs.

 


Þessi síða var uppfærð í október 2024