Þar sem nemendur útskrifast nú úr Hörðuvallaskóla við lok 7. bekkjar þá fer fram aðlögun að Kóraskóla í 7. bekk.
Námsráðgjafi í Kóraskóla heldur utan um aðlögun nemenda ásamt stjórnendum beggja skóla:
- Á baráttudegi gegn einelti, 8. nóvember, hittast nemendur í 9. bekk í Kóraskóla og 7. bekk í Hörðuvallaskóla og vinna saman verkefni, spila eða njóta samveru sem er skipulögð af umsjónarkennurum.
- Kennarar í 7. bekk Hörðuvallaskóla og 9. bekk Kóraskóla ákveða í kjölfarið í sameiningu annan dag fyrir nemendur til að hittast og gera eitthvað uppbyggilegt saman.
- 7. bekkur fer einnig í heimsókn í Kóraskóla í maí og fær þá kynningu á skólanum frá námsráðgjafa, kennurum og stjórnendum Kóraskóla.
- Á vordögum taka nemendur í 7. bekk þátt í íþróttamóti með Kóraskóla.
- Þegar nemendur hefja skólavist í Kóraskóla næsta haust eiga þeir öryggi í vinabekknum sínum sem verður þá 10. bekkur ásamt því að hafa hitt kennara og aðra starfsmenn skólans og heimsótt skólahúsnæðið nokkrum sinnum.
Þessi síða var uppfærð í október 2024