Nemendaráð

Nemendur í 6. og 7. bekk kjósa sér nemendaráð í samstarfi við félagsmiðstöðina Kúluna.

Markmiðið er að veita nemendum grundvöll til þess að hafa áhrif á skólastarfið og skapa sína tómstund í félagsmiðstöðinni og bera ábyrgð á þeim viðburðum sem hún stendur fyrir. Kjörnir eru fjórir fulltrúar í 6. bekk og fjórir fulltrúar í 7. bekk og reynt er að halda jöfnu kynjahlutfalli. Kosning nemenda í nemendaráð gildir til helminga á móts við ákvörðun nemendalýðræðisteymis um setu í nemendaráði.

Nemendaráð starfar í umboði nemendalýðræðisteymis Hörðuvallaskóla og í samvinnu við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar. Ráðið fundar að jafnaði aðra hverja viku.


 Þessi síða var uppfærð í október 2024