Námsgögn

Skólinn hefur aðgang að skólabókum og hljóðefni hjá MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu).

Horft er til umhverfissjónarmiða og því eru bækur endurnýttar þannig að hver nemandi fær ekki allar sínar bækur nýjar og ónotaðar.

Skólanum er skylt að leggja til bækur í valgreinum.

Flestar skólabækur eru lánsbækur því þær eru eign skólans og ber nemendum að hirða vel um skólabækurnar. Þeim ber að skila í góðu ástandi í lok yfirferðar, annað hvort í lok annar eða þá að vori í lok skólaárs.

Skólinn úthlutar yfirleitt einni bók í hverri námsgrein til nemenda í upphafi skólaárs en þó er alltaf að færast í vöxt að rafbækur séu nýttar til kennslu. Nemendur á miðstigi hafa aðgang að rafrænu námsbókasafni á spjaldtölvum sem þeir fá til afnota meðan á skólagöngu þeirra stendur. Rafræna námsbókasafnið er að finna á Google Drive á spjöldunum. 

Skólinn útvegar önnur námsgögn nemenda s.s. ritföng, stílabækur o.þ.h.

Nemendur í 5.-7. bekk fá afhentar spjaldtölvur til afnota í námi sínu. Allar upplýsingar varðandi spjaldtölvurnar og meðferð þeirra má nálgast hér á heimasíðu skólans og á spjaldtölvuvef Kópavogs.


 Þessi síða var uppfærð í október 2024