Skýringar við skóladagatal
Hér að ofan er að finna skóladagatal skólaársins eins og það var samþykkt af skólanefnd. Hér á eftir er að finna nánari útskýringar á því.
- 15.-22. ágúst. Endurmenntunar- og skipulagsdagar. Þessa daga eru starfsmannafundir, skipulagsfundir, undirbúningur kennslu og móttaka nýrra nemenda, námskeið og fleira.
- 23. ágúst. Skólasetning. Umsjónarkennarar boða nemendur til sín í skólasetningu. Í 1. árgangi koma nemendur með foreldrum sínum í skólaboðunarviðtal 23. og 26. ágúst. Umsjónarkennarar nemenda í 2.-7. árgangi boða sína hópa á skólasetningu ýmist í námshópum, bekkjum eða smærri hópum. Nemendur og foreldrar/forsjáraðilar fá kynningu á starfinu fram undan ásamt því að litið er yfir farinn veg. Stundatöflur afhentar og önnur gögn. Foreldrar fá þá einnig tækifæri til að koma á framfæri upplýsingum.
- 26. ágúst. Skólaboðunarviðtöl hjá 1. bekk og kennsla hefst. Kennsla hefst skv. stundaskrá.
- 11. október. Skipulagsdagur. Frístund er opin.
- 15. október. Foreldra- og nemendaviðtöl. Allir nemendur eru boðaðir í viðtal við umsjónarkennara ásamt foreldrum/forsjáraðilum þar sem farið er yfir þann tíma sem búinn er og litið fram á veginn.
- 24.-25. október og 24.-25. febrúar eru vetrarleyfi. Frístund er lokuð í vetrarleyfum.
- 13. nóvember. Skipulagsdagur. Undirbúningur kennslu. Frístund lokuð.
- 20. desember. Jólaskemmtun. Dagskrá á sal. Sveigjanleg stundaskrá og skertur skóladagur. Frístund opin eftir að jólaskemmtun lýkur.
- Jólaleyfi nemenda er frá og með 20. desember til og með 2. janúar. Frístund er opin virka daga í jólaleyfi.
- 2. janúar. Skipulagsdagur. Fundahöld og undirbúningur. Frístund opin.
- 28. janúar. Foreldra- og nemendaviðtöl. Allir nemendur eru boðaðir í viðtal við umsjónarkennara ásamt foreldrum/forsjáraðilum þar sem farið er yfir þann tíma sem búinn er og litið fram á veginn.
- 18.-21. febrúar. Þemadagar eru skertir skóladagar þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp og unnið að ákveðnu þemaverkefni þvert á skólann.
- 5. mars. Öskudagur. Skipulögð dagskrá fram að hádegi. Sveigjanleg stundaskrá. Frístund opin eftir það.
- 12. mars. Skipulagsdagur. Frístund lokuð.
- Páskaleyfi nemenda er frá og með 14.-21. apríl. Frístund er opin virka daga í páskaleyfi.
- 16. maí. Skipulagsdagur. Frístund opin.
- 3.-5. júní. Vordagar sem eru skertir skóladagar. Á þessum dögum er komin hefð á ákveðna dagskrá sem innifelur svokallaða Hörðuvallaleika og gönguferð í Guðmundarlund með grilli og leikjum. Sveigjanleg stundaskrá er báða vordagana. Frístund opin eftir það.
- 6. júní. Skólaslit. Sveigjanleg stundaskrá.
- 10.–11. júní. Skipulagsdagar kennara. Frágangur og uppgjör á skólaárinu.
Þessi síða var uppfærð í janúar 2025