Það er stefna skólans að setja nemendum daglega fyrir heimanám í formi lestrar og á það við um öll aldursstig skólans. Gert er ráð fyrir að allir nemendur skólans lesi heima fyrir foreldra á hverjum virkum degi. Auk lestrarins geta kennarar sett fyrir hóflega heimavinnu með það að markmiði að auka tengsl heimilis og skóla og gefa foreldrum innsýn í nám barna sinna. Foreldrar/forsjáraðilar eru minntir á að þeir bera ábyrgð á námi barna sinna, sbr. 15. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.
Þessi síða var uppfærð í október 2024