Námsver fyrir börn með hegðunar- og tilfinningavanda
Námsver fyrir börn með hegðunar- og/eða tilfinningavanda hefur hlotið nafnið Z stofan og mun verkefnið og aðsetur þess vera kallað því nafni hér eftir. Markmið Z stofunnar er vinna á jákvæðan hátt að því að bæta hegðun nemenda, kenna þeim nýja hegðun og hrósa fyrir það sem vel er gert. Styðja nemendur í því að finna sínar sterku hliðar, styrkja þær og hvetja á uppbyggilegan hátt. Tekið er mið af þörfum nemenda og af því hvað hverjum og einum er fyrir bestu. Z stofan er tímabundið úrræði fyrir nemendur og mikilvægt er að foreldrar og kennnarar starfi náið saman á tímabilinu. Z stofan er ætluð nemendum í 1.-7. bekk, í Baugakór og 8.- 10. bekk í Vallakór og munu kennarar Z stofunnar á báðum stöðum vinna að verkefninu sem einni heild. Með aukinni þekkingu hefur komið í ljós að oft þarf að skerpa á færni barna í samskiptum, tilfinningastjórnun og sjálfsstjórn. Í Z stofunni er lögð áhersla á eftirtalin atriði;
Umsjónarkennarar sækja um í Z stofunni að vori og einnig er hægt að senda inn umsóknir hvenær sem er skólaársins. Starfsmenn Z stofunnar skoða allar umsóknir og finna út hvaða leiðir hæfa einstaklingnum best til að bæta líðan og efla samskipti. Starfsmenn Z stofunnar fara í bekkina og kynna sér hegðun og samskipti nemenda inni í bekk. Markmiðið með því er að finna út hvaða nemendur sé æskilegast að vinni saman í Z stofunni.