Bókasafn

Bókasafn Hörðuvallaskóla er staðsett í miðrými skólans. Á bókasafninu starfar forstöðumaður bókasafns. Allir nemendur geta tekið bækur til heimaláns í 3 vikur. Bókakostur er vaxandi og reynt eftir fremsta megni að kaupa inn nýjar barna- og unglingabækur ásamt að viðhalda safnkostinum. Bókasafnið tekur við bókagjöfum en áskilur sér rétt til að velja úr hvað fer inn í safnkostinn.

 

Bókasafn skólans er með starfrækta facebook síðu sem má nálgast hér.