Mentor og Classroom

Mentor

Skólinn notar vefforritið Mentor, sem auðveldar allt eftirlit með skólasókn og ástundun nemenda. Kennarar færa reglulega inn á Mentor hvernig þessi mál standa hjá einstökum nemendum og geta foreldrar þannig fylgst með námsframvindu og ástundun barna sinna frá degi til dags. Skólasókn nemenda er send foreldrum/forsjáraðilum vikulega í gegnum tölvupóst.

Forsjáraðilar geta sjálfir breytt upplýsingum sínum, þar á meðal netföngum, með eigin aðgangi á Mentor. Glatist lykilorð geta forráðamenn smellt á Gleymt/nýtt lykilorð á innskráningarsíðu Mentor.

Athugið að nemendur ættu aldrei að notast við annan aðgang að Mentor en sinn eiginn. Upplýsingar um það hvernig nemendaaðgangur er stofnaður er að finna á bls. 1 í nemendahandbók Mentor. Nemendur í 5. - 7. bekk geta óskað eftir eigin lykilorði á Mentor og fá þá upplýsingar sendar á netfang sem skólinn hefur úthlutað þeim (@kopskolar.is). 

Gagnlegir hlekkir:


Google Classroom

Grunnskólar Kópavogs notast við Google umhverfið í skólastarfi með nemendum á mið- og unglingastigi. Í 5. bekk fá nemendur úthlutuðu netfangi með endingunni @kopskolar.is sem er jafnframt aðgangur þeirra að Google umhverfinu (Classroom, Docs, Sheets, Slides, Drive o.fl.). Á þessu skólastigi færist utanumhald verkefnavinnu nemenda gjarnan að miklu leiti yfir í námsumsjónarkerfið Google Classroom. 

Google Classroom er rafræn kennslustofa þar sem kennarar geta sett inn áætlanir, verkefni og boðið upp á skilahólf verkefna fyrir rafræn skil. 

Nemendur geta komist inn á Google umhverfið í hvaða nettengda tæki sem er, til dæmis í snjallsíma eða tölvu. Hægt er að notast við öll Google verkfærin í gegnum netvafra (browser), til dæmis í gegnum Google Chrome vafrann. Hér eru hlekkir á vefútgáfu Google umhverfisins sem hægt er að notast við ef nemandi vill komast í gögnin sín en er ekki með spjaldtölvu skólans:

  • Vefútgáfa Google Classroom (rafræn skólastofa)
  • Vefútgáfa Google Drive (gagna- og skjalageymsla nemenda og aðgangur að rafrænum námsbókum)
  • Vefútgáfa Google Docs (ritvinnsluverkfæri, sambærilegt Word)
  • Vefútgáfa Google Sheets (töflureiknir, sambærilegur Excel)
  • Vefútgáfa Google Slides (glærugerðarverkfæri, sambærilegt PowerPoint)

Kynningarmyndband

Árið 2022 útbjó Amanda Mist, kennari við unglingadeildina okkar (nú Kóraskóla), til kynningarmyndband fyrir foreldra/forsjáraðila þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta tengt Mentor og Classroom. Kynningin miðast við notkun kerfanna á unglingastigi en á einnig við um yngri stigin en hafa ber í huga að á yngri stigunum eru ekki allir notkunarmöguleikar kerfanna nýttir. 


 Þessi síða var uppfærð í október 2024