Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Kúlan er starfrækt allt skólaárið og heyrir undir Frístunda- og forvarnadeildar Kópavogs. Félagsmiðstöðin er staðsett í Kóraskóla en sér einnig um miðstigsstarf fyrir 5.-7. bekk í Hörðuvallaskóla. Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á uppbyggilegt tómstundastarf, stuðla að forvörnum og byggja upp jákvæða ímynd hjá unglingum svo fáein dæmi séu nefnd.

Miðstigsstarfið er alla miðvikudaga á milli 17:15-18:30 og fer fram í Kúlunni eða Hörðuvallaskóla.

Forstöðumaður: Sindri Ágústsson
Sími: 696-1631
Netfang: sindrima@kopavogur.is 

 

Dagskrá október 2024

Kúlan - Október 2024