Foreldrafélagið, í samstarfi við bekkjarfulltrúa, stendur fyrir aðventustund fimmtudaginn 7. desember kl. 17:30
Þetta árið ætlum við að breyta aðeins til og sleppa göngunni en að hittast í skólanum í Baugakór og fá okkur kakó og piparkökur hlusta á tóna frá Skólahljómsveit Kópavogs og einnig munu börn frá Tónsölum leika nokkur lög.
Við hvetjum alla til þess að mæta með góða skapið og jólahúfu. Hlökkum til að sjá sem flesta í hátíðar- og friðarskapi. Við hvetjum alla til að koma gangandi, því takmarkað er af bílastæðum.
Kær kveðja
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is