Borist hefur tilkynning frá menntamálaráðuneytinu um breytingu á dagsetningum samræmdra könnunarprófa í 9. bekk, sem haldin verða í mars 2019. Ráðuneytið hefur ákveðið að færa dagsetningar könnunarprófanna fram um einn dag. Ástæða breytinganna er sú að Íslandsmót iðn- og verkgreina skarast á við fyrirhugað könnunarpróf í ensku þann 14. mars. Í tilkynningunni er nefnt að bæði Íslandsmótið og samræmdu könnunarprófin séu afar mikilvæg fyrir skólasamfélagið og þau geti ekki farið fram sama dag. Þar segir að keppst sé við að fjölga nemendum í iðn- og verkgreinum og því mikilvægt að flestir nemendur efstu bekkja grunnskóla fái að kynnast iðn- og verkgreinum og námstækifærum á þeim sviðum. Sýningin og Íslandsmótið hafi vaxið og dafnað undanfarin ár og sé frábær leið fyrir nemendur til að kynna sér fjölbreytni iðn- og verknáms á skemmtilegan og lifandi hátt.
Dagsetningar prófanna verða því eftirfarandi:
11. mars, mánudagur – íslenska
12. mars, þriðjudagur – stærðfræði
13. mars, miðvikudagur – enska
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is