Baráttudagur gegn einelti

Í dag tóku nemendur í Hörðuvallaskóla virkan þátt í vináttugöngu en dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Þetta var í 14. sinn sem þessi dagur er helgaður baráttunni og samfélagið allt hvatt til að hugleiða hvernig stuðla megi að jákvæðara samfélagi fyrir alla.

Nemendur hittust úti á skólalóð kl. 9:00 og gengu saman hring um hverfið þar sem þeir sýndu samhug í baráttunni gegn einelti. Gangan endaði á danspartýi á skólalóðinni. Í vikunni hafa nemendur lært ýmislegt um hvað það skiptir miklu máli að vera góð við hvort annað. Markmið vináttugöngunnar er að stuðla að jákvæðum samskiptum, vekja athygli á mikilvægi vináttu og virðingar og benda á að einelti er ofbeldi sem ekki verður liðið.

Við bendum öllum á vefinn Gegn einelti: https://gegneinelti.is/