Sveitakeppni grunnskóla Kópavogs í skák:
Sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 1.-2. bekkjar!
Sveit HV vann bronzverðlaun í flokki 3.-4. bekkjar!
Sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 8.-10. bekkjar!
Skákkeppni grunnskólanna í Kópavogi fór fram 23. – og 30. nóvember í Breiðabliksstúkunni. Teflt var í fjórum flokkum; 1.-2., 3.-4., 5.-7. og 8.-10 bekk.
A-sveit Hörðuvallaskóla vann öruggan sigur í yngsta flokki með 17 vinninga af 20 mögulegum eða 85%!
Næstar komu sveitir Álfhóls – og Smáraskóla með 12 vinninga.
Liðsmenn HV voru Guðrún Fanney Briem 2. b., Gústaf Emil Egilsson 2. b., Einar Björgvin Ómarsson 2.b. og Kirill A. Igorsson 2.bekk.
Guðrún Fanney vann alla andstæðinga sína fimm að tölu og félagar hennar fengu 4 vinninga af 5. Öll unnu þau til verðlauna fyrir bestan árangur á hverju borði fyrir sig, þ.e. 1. 2. 3. og 4.
Glæsilegur árangur!
B-sveitin fékk 8 vinninga sem er þokkalegur árangur. Sveitina skipuðu Inga Malín Guðjónsdóttir 2.b., Matthías Kjartansson 1.b., Jóhanna Líf Heimisdóttir 1.b. og Árni Bergur Guðmundsson 2. bekk.
A – og B- sveitir Vatnsendaskóla urðu efstar og jafnar í flokki 3.-4. bekkjar með 17 vinninga af 24 skákum. Sveit Hörðuvallaskóla lenti í þriðja sæti með 15 vinninga og vann til bronzverðlauna. Sveitin tók mikinn endasprett og vann öruggan sigur á A-sveitum Álfhólsskóla og Salaskóla í tveimur síðustu umferðum mótsins.
Andri Hrannar varð efstur fyrstaborðsmanna í mótinu, vann allar skákir sínar 6 að tölu. Bjarki Steinn fékk 5 vinninga á öðru borði. Sannarlega góður og óvæntur árangur!
Eftirtaldir skákmenn skipuðu sveitina: Andri Hrannar Elvarsson 4.b, Bjarki Steinn Guðlaugsson 4.b., Haukur Ólafsson 3.b., Óliver Í. Kristjánsson 3. b og Stefán Breki Guðmundsson 3. bekk..
A-sveit Álfhólsskóla vann yfirburðasigur í flokki 5.-7. bekkjar með 23 ½ vinning af 24 skákum! B- og C – sveitir Salaskóla höfnuðu í 2.-3. sæti með 15 vinninga.
A-sveit Hörðuvallaskóla var lengi vel í fararbroddi en lækkaði flugið undir lokin og endaði í 7. sæti með 14 vinninga.
A-sveitin var þannig skipuð: Benedikt Briem 6.b., Snorri Lund 5.b., Grétar Jóhann Jóhannsson 6.b. og Daníel Sveinsson 7. bekk.
B-sveitin: Elmar Franz Ólafsson 5.b., Dagur Hjartarson 6.b., Alexander R. Róbertsson 6.b., Jónas Breki Guðmundsson 5.b. og Arnar Máni Stefánsson 6.bekk. Sveitin hlaut 11 vinninga í 14. sæti.
C-sveitin: Guðmundur R. Róbertsson 6.b., Daníel Ingi Eyjólfsson 7.b., Ágústa Ýr Jóhannesdóttir 6.b., Jerry Tang 6.b.og Benjamín Sturluson 6. bekk. Sveitin lenti í 18. sæti með 8 vinninga.
Sveit Hörðuvallaskóla sigraði örugglega í elsta flokki 8.-10. bekkjar með 18 vinninga af 20 mögulegum eða 90%!
Úrslitin komu reyndar ekki á óvart enda hefur sigurganga sveitarinnar verið nær óslitin undanfarin ár; Kópavogs-, Íslands – og Norðurlandameistaratitlar eru til vitnis um glæsilegan árangur.
Sveitina skipuðu að venju: Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Arnar M. Heiðarsson, Sverrir Hákonarson og Óskar Hákonarson. Drengirnir eru allir nemendur í 9. bekk.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is