Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Hörðuvallaskóla
Við erum að hrinda af stað fyrirlestraröð með sálfræðingi skólans, einn morgunfundur í mánuði. Fyrsti fundur er föstudaginn 15. nóvember kl 8:30-9:15 og er haldinn í stóra salnum í Vallakór.
Í fræðslunni er skoðaður kvíðavandi barna út frá sjónarhorni foreldra. Hvað er hamlandi kvíði? Hvernig birtist hann gjarnan hjá börnum? En unglingum? Hvað hefur reynst vel til að hjálpa þeim að fást við kvíðavandann? Þessum spurningum og fleirum verður reynt að leita svara við á fundinum. Ekki láta þig vanta.
Erlendur Egilsson er sálfræðingur í Hörðuvallaskóla. Hann hefur starfað á Barna- & unglingageðdeild LSH (BUGL) og Barnaspítala Hringsins ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Hann hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna og í doktorsnámi sínu rannsakað virkni snjallsímalausna við heilsueflingu barna og unglinga. Hann er 4 barna faðir. Þau eru mismiklir kvíðaboltar.
Hlökkum til að sjá sem flesta
bestu kveðjur
f.h. starfsmanna Hörðuvallaskóla
Þórunn skólastjóri
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is