Að venju héldum við upp á fullveldisdaginn 1. desember með hátíðarsamkomu í Kórnum. Allir nemendur og starfsmenn mættu þar kl. 9:00 og áttu saman góða stund þar sem nemendur sungu og fluttu upplestur með mikilli prýði og svo fengum við heimsókn í lokin frá Friðrik Dór sem tók lagið og viðstaddir tóku einnig hraustlega undir. Bestu þakkir fyrir góða stund og gleðilega hátíð!
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is