Hörðuvallaskóli hlaut Kópinn 2021

Kópurinn. viðurkenning menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavog var afhentur í gær við hátíðlega athöfn í Salnum. Hörðuvallaskóli hlaut Kópinn fyrir fjarnám í list- og verkgreinum á meðan skólastarf var undir verulegum takmörkunum.
 
Ágúst Ólafsson, tónmenntarkennari og Karl Jóhann Jónsson, myndmenntakennari kynntu verkefnið og tóku við viðurkenningunni.
 
Við erum óendanlega stolt og þakklát fyrir okkar frábæru kennara, störf þeirra og hugmyndaauðgi!