Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fór fram í Rimaskóla, Grafarvogi laugardaginn 25. janúar 2020.
Telft var í þremur aldursflokkum; 1.-2. bekk, 3.-5. bekk og 6.-10. bekk.
10 sveitir tóku þátt í mótinu; tvær í yngsta flokki, fimm í miðflokki og þrjár í elsta flokki.
Sveit Álfhólsskóla sigraði í yngsta flokki og A-sveit Rimaskóla vann bæði miðflokk og elsta flokk.
A-sveit Hörðuvallaskóli lenti í öðru sæti í flokki 3.-5. bekkjar með 9 1/2 vinning af 14 mögulegum eða tæp 68% sem er ágætur árangur. Guðrún Fanney vann allar sínar skákir á fyrsta borði og Þórey á þriðja borði fékk 3 vinninga af 4.
Sveitin var þannig skipuð: Guðrún Fanney Briem 4. bekk, Klara Hlín Þórsdóttir 3. bekk, Þórey M. Magnúsdóttir 5. bekk og Margrét Mirra Bjarkadóttir 3. bekk.
B-sveit HV stóð sig eftir atvikum þokkalega og hlaut 2 1/2 vinning enda við erfiða andstæðinga að eiga. Sveitina skipuðu: Diljá Hjartardóttir, Áróra R. Gissurardóttir, Lára B. Eggertsdóttir, Arney Embla Hreinsdóttir og Eydís Klara Kjartansdóttir – allar í 3. bekk.
Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson, alþjóðlegur skákdómari og honum til aðstoðar Tinna Finnbogadóttir landsliðskona í skák. Mótið fór hið besta fram í rúmgóðum salarkynnum Rimaskóla.
Við óskum stúlkunum til hamingju með frábæran árangur!
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is