Í næsta morgunkaffi sálfræðings verður fjallað um mótþróafulla hegðun og reiðivanda barna og unglinga. Við fræðumst um það þegar vandinn verður hamlandi og hvað hefur reynst vel í vinnu með börnum sem sýna mótþróafulla hegðun og eru oft reið. Ekki láta þig vanta.
Erlendur Egilsson, sálfræðingur í Hörðuvallaskóla, sinnir fræðslunni. Hann hefur starfað á Barna- & unglingageðdeild LSH (BUGL) og Barnaspítala Hringsins ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Hann hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna og í doktorsnámi sínu hefur hann sinnt rannsóknum á virkni snjallsímalausna við geðheilsu barna og unglinga. Hann er 4 barna faðir sem öll verða reið, full oft að sumra mati.
Fræðslan fer fram í sal Hörðuvallaskóla, Vallakór föstudaginn 10.janúar kl.8.30 til 9.15.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is