Í næstu viku eru þemadagar frá þriðjudegi til föstudags.
Þemað að þessu sinni er Tækni og vísindi.
Nemendum er blandað í hópa á milli 1.-3.bekkjar, 4.-5.bekkjar og 6.-7.bekkjar og fara á milli stöðva og vinna að fjölbreyttum verkefnum. Ekki verður kennt eftir hefðbundinni stundatöflu, íþróttir, sund og smiðjur falla niður þessa daga.
Nemendur eru hvattir til að klæða sig upp sem "brjálaðir vísindamenn" föstudaginn 21.febrúar.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is