Vetrarfrí

Dagana 19. og 20. febrúar er sem kunnugt er vetrarfrí og dægradvöl er lokuð þá daga. í tilefni af vetrarfríinu verður fjölbreytt dagskrá í Menningarhúsunum í Kópavogi. Dagskráin er sú sama báða dagana og er öllum frjálst að mæta hvort sem er báða dagana eða annan, á einn viðburð eða marga!

Mánudagur 19. febrúar
10:00-12:00 Danssmiðja í Gerðarsafni – Saga Sigurðardóttir
10:00-15:00 Teiknið, skoðið, grúskið á Náttúrufræðistofu
11:00-13:00 Bíófjör á bókasafninu – Vaiana
13:00-15:00 Myndasögustund á bókasafninu – Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
14:00-16:00 Skákkennsla á Bókasafninu – Birkir Karl Sigurðsson

Þriðjudagur 20. febrúar
10:00-12:00 Danssmiðja í Gerðarsafni – Saga Sigurðardóttir
10:00-15:00 Teiknið, skoðið, grúskið á Náttúrufræðistofu
11:00-13:00 Bíófjör á bókasafninu – Big Hero 6
13:00-15:00 Myndasögustund á bókasafninu – Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
14:00-16:00 Skákkennsla á bókasafninu – Birkir Karl Sigurðsson

Viðburðirnir fara fram á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu og Gerðarsafni. Allir velkomnir og ókeypis inn.

Sjá nánar á: https://www.kopavogur.is/is/mannlif/vidburdir/vetrarfriid-i-menningarhusunum-i-kopavogi

Menningarhúsin í Kópavogi