Skáksveit Hörðuvallaskóla vann öruggan sigur á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór um síðastliðna helgi, í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sveitin hlaut 26½ vinning í 28 skákum og þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Hörðuvallaskóla á jafn mörgum árum.
Skáksveit Íslandsmeistara Hörðuvallaskóla skipuðu þeir Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Arnar Milutin Heiðarsson, Sverrir Hákonarson, Benedikt Briem og Óskar Hákonarson. Það er því ljóst að sveit skólans er á leið á Norðurlandamót í Finnlandi í haust.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is