Hörðuvallaskóli notar kannanir Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja forsjáraðila nemenda við skólann um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir.
Núna í febrúar verður könnunin lögð fyrir forsjáraðila nemenda á öllum aldursstigum skólans. Búið er til 120 líkindaúrtak úr hópi forsjáraðila nemenda við skólann. Kynningarpóstur með frekari upplýsingum var sendur á alla forsjáraðila nemenda við skólann þann 21. janúar síðastliðinn.
Við vonumst að sjálfsögðu eftir góðri þátttöku 😊
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is