Samþykkt var í skólaráðsfundi í janúar að hætta að senda út fréttabréf til foreldra í tölvupósti út skólaárið. Þess í stað munu fréttir af starfinu koma jafnt og þétt inn á heimasíðu skólans og á Facebook síðu skólans.
Við viljum benda foreldrum sem eru að koma með börn sín í skólann í Baugakór að ekki er leyfilegt að leggja bílum sínum í hringtorg skólans ef fylgja þarf barni inn í skólabygginguna. Við bendum á stæði sem eru innar á bílastæðinu sem hægt er að leggja í á meðan farið er með barnið inn í skólann. Annars hvetjum við til þess að börn gangi í skólann og sérstaklega þegar vel viðrar og sól fer hækkandi á lofti.
Leiðarvísir og gagnlegar upplýsingar fyrir foreldrarölt í Kópavogi má finna hér en búið er að gefa út Handbók foreldrarölts.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is