Nú er skólinn kominn í páskafrí og starfsfólk og nemendur hittast næst þriðjudaginn 14.04.
Síðustu þrjár vikur fyrir páska stóðu allir sig mjög vel þrátt fyrir breyttar aðstæður. Starfsfólk og nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa aðlagað sig að þeim aðstæðum sem sköpuðust hratt og engan óraði fyrir að gætu orðið. Það fannst vel á þessum undarlegu tímum hve skólasamfélag Hörðuvallaskóla er samhent og að allir bera hag nemenda fyrir brjósti. Það er einnig ómetanlegt að finna stuðning og skilning foreldrasamfélagsins á þeim aðgerðum sem þurfti að grípa til.
Eftir páska verður skólahald með svipuðum hætti, fyrir utan það að 6.-10. bekkur verður alfarið í fjarnámi en 1.-5. bekkur kemur daglega í skólann. Nánari útskýringar á skipulagi verða sendar heim í tölvupósti.
Einnig viljum við upplýsa ykkur um að Þórunn Jónasdóttir, sem hefur verið skólastjóri í afleysingum í vetur, hefur verið ráðin skólastjóri Hörðuvallaskóla. Mikil ánægja er með ráðninguna meðal starfsmanna skólans og við óskum henni farsældar í starfi.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is