Jóladagatal grunnskólanna, á vegum Samgöngustofu, hefur göngu sína 1. desember. Að þessu sinni verður spurt úr þáttunum Úti í umferðinni sem er að finna inná ruv.is en þar mun Erlen umferðarsnillingur rifja upp helstu umferðarreglurnar.
Á hverjum degi birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á nýjum og uppfærðum vef www.umferd.is. Með þátttöku komast nemendur í verðlaunapott entveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir Jólasyrpu frá Eddu útgáfu.
Allir þátttakendur geta merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Að lokum verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pítsuveislu.
Nemendur og bekkir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.
Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is frá 1. til 21. desember.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is