Ágætu foreldrar,
Börnum sem eru skráð í dægradvöl stendur til boða að skrá sig á aukadaga í dægradvöl í vikunni fyrir páska. Opið verður í dægradvöl skólans ef tilskilinn lágmarksfjöldi barna er skráður.
Opið verður frá 8:00 – 16:00 eftirtalda daga:
Mánudagur 26. mars
Þriðjudagur 27. mars
Miðvikudagur 28. mars
Sækja þarf sérstaklega um ofangreinda daga í íbúagátt Kópavogsbæjar og verður innheimt sérstaklega eitt fast gjald fyrir hvern valinn dag, óháð dvalarstundafjölda. Gjald fyrir hvern dvalardag er 1.925 kr. og verður innheimt samkvæmt skráningu, óháð því hvort vistun verður nýtt að fullu eða ekki.
Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu þessa daga.
Athugið að þátttaka miðast við 15 börn að lágmarki hvern dag. Náist ekki sá fjöldi í hverja dægradvöl fyrir sig verður boðið upp á dvöl í Álfhóli, Álfhólsskóla fyrir börn í neðri byggðum byggðum (Álfhólsskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Smáraskóla og Snælandsskóla) og í Hörðuheimum, Hörðuvallaskóla fyrir nemendur í efri byggðum (Lindaskóla, Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla). Ef til þess kemur verður það tilkynnt þegar skráning liggur fyrir.
Sett verður upp sérstök dagskrá fyrir starfið þessa opnunardaga sem verður sniðin að þeim hópi sem þiggja mun þjónustuna. Dagskráin verður send til foreldra bráðlega.
Ef til þess kemur að börn færist í aðra dægradvöl verður þess gætt að starfsmaður frá hverri dægradvöl verði starfandi í páskaopnun svo öll börn hafi starfsmann frá sinni dægradvöl.
Skráning fer fram hér: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f
Skráningu fyrir þessa daga lýkur fimmtudaginn 1. mars 2018
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is