Rauð viðvörun fimmtudaginn 6. febrúar frá 8:00-13:00

Almannavarnir hafa tekið þá ákvörðun að leikskólar og grunnskólar verða opnir í fyrramálið en aðeins með lágmarksmönnun til að taka á móti börnum sem gætu þurft að mæta í skólann af ýmsum ástæðum, t.d. börn viðbragðsaðila. Foreldrar eru hinsvegar hvattir til að halda börnunum sínum heima og hefðbundið skólastarf fellur niður.

Frístund opnar kl. 13:00 þegar rauð viðvörun er fallin úr gildi.

Vinsamlegast sendið póst á sigruningolfs@kopavogur.is EF börn ykkar mæta í skólann svo unnt sé að tryggja fullnægjandi mönnun.

Börn sem mæta í skólann mæta inn um aðalinnganginn en aðrir inngangar verða lokaðir í skólanum.

Ef veðurspá breytist í nótt eða fyrramálið gætu forsendur breyst og þá verður sendur út annar tölvupóstur.