Réttindaskóli UNICEF

Nemendur í 6. bekk stilltu sér upp á mynd
Nemendur í 6. bekk stilltu sér upp á mynd

Hörðuvallaskóli stefnir að því að verða Réttindaskóli UNICEF. Markmið Réttindaskóla er að skapa lýðræðislegt skólasamfélag með því að efla þekkingu, hæfni og viðhorf nemenda, svo þeir geti orðið gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.

Grunnforsendur Barnasáttmálans eru lagðar til grundvallar í öllum ákvörðunum tengdum skóla- og frístundastarfi. Þær endurspeglast jafnframt í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaleiðbeinenda og annarra starfsmanna skólans.

Nánari upplýsingar:

  • Heimasíða Réttindaskóla: https://unicef.is/rettindaskoli
  • Barnasáttmálinn: https://www.barn.is/barnasattmalinn/

 

Réttindaráð

Í 12. grein Barnasáttmálans kemur fram að börn eiga rétt á að taka þátt og hafa áhrif á mál sem þau varða. Réttindaráð Hörðuvallaskóla verður stofnað í lok janúar og mun það veita nemendum nemendum vettvang til að koma sínum skoðunum á framfæri og hafa áhrif á skólastarfið.

Við erum nú á fyrstu metrunum í innleiðingunni á réttindaskóla UNICEF og munu nemendur og foreldrar fá fræðslu sem snýr að verkefninu á næstu mánuðum.