Rithöfundaheimsókn: Embla Bachmann

Hin 18 ára Embla Bachmann heimsótti okkur í Hörðuvallaskóla í gær til að kynna nýju bókina sína, Kærókeppnina, fyrir nemendum í 5. - 7. bekk. Þetta er önnur bók Emblu, þó ung sé 🥰


Eftir skemmtilegan upplestur úr bókinni, heimsótti hún bæði 5. og 6. bekk inn í stofur og fjallaði um hvaða þætti væri gott að hafa í huga við mismunandi skrif og ritun. Krakkarnir fengu líka tækifæri til að spyrja Emblu út í starf rithöfundarins og önnur áhugaverð atriði.


Að lokum fundaði Embla með nokkrum stúlkum úr 4. bekk sem hafa undanfarið verið að sinna eigin ritstörfum, fékk að heyra hugmyndir þeirra og gaf þeim nokkur góð ráð.


Við þökkum Emblu fyrir frábæran dag hérna með okkur í Hörðuvallaskóla og hlökkum til að sjá hvaða bók hún sendir frá sér næst 🤩