Nú hafa verið valdir fulltrúar Hörðuvallaskóla í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Kópavogi sem fram fer þann 15. mars nk. Krakkarnir eru búin að vera að æfa sig í upplestri í vetur, fulltrúar voru valdir úr hverri bekkjardeild sem síðan reyndu með sér á lokahátíð þann 2. mars. Þeir tveir nemendur sem þar fóru með sigur af hólmi og verða því fulltrúar skólans eru þær Erika Líf Káradóttir og Sigrún Tinna Atladóttir. Til vara verður svo Eik Ægisdóttir. Til hamingju með árangurinn!
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is