Undanfarnar vikur hafa nemendur í unglingadeild skólans verið að vinna í samvinnuverkefnum í tengslum við samfélagsfræði. Þeir fengu að velja á milli sex verkefni en það voru fátækt, réttindi minnihlutahópa, hlýnun jarðar, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, tækniþróun (áhrif á manninn) og jafnrétti og lýðræði. Nemendur höfðu að mestu frjálsar hendur hvað varðar útfærslu á verkefnum og sem skilaði sér í mikilli fjölbreytni þegar kom að kynningum. Í skilaverkefnum var rappað, búin til dagblöð, sýnd viðtöl (m.a. við bæjarstjóra Kópavogs), búin til myndbönd, listaverk, spil og margt fleira.
Einn af hópnum sem gerði spil um jafnréttismál ætlar að sækja um styrk til að gefa spilið út, við fengum vandað myndefni sem við getum nýtt í kennslu um gróðurhúsaáhrifin og svo voru nokkrir nemendur í 8. bekk sem sýndu okkur áhrifaríkt myndband um fátækt sem má sjá hér: https://youtu.be/Pztw0jOi04g
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is