Að venju býður Samgöngustofa upp á jóladagatal á vefnum í desembermánuði. Alla daga fram að jólum verður hægt að opna glugga á dagatalinu og lesa jólaframhaldssögu. Dagatalið er ætlað grunnskólanemum með það að markmiði að rifja upp mikilvægar umferðarreglur. Allir grunnskólanemar geta sent inn svör við spurningum úr sögunni og komast þar með í verðlaunapott. Daglega eru tveir verðlaunahafar dregnir út sem fá senda nýju Jólasyrpuna 2017 frá Eddu útgáfu og í janúar verður svo einn heppinn bekkur dreginn út sem hlýtur pítsuveislu og DVD mynd. http://www.umferd.is/joladagatal-2017/
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is