Uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum í Hamraborg í gær. Samtals 18 keppendur frá 9 skólum í Kópavogi komu þar saman og lásu bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og dómararnir áttu erfitt verk fyrir höndum að þurfa að velja aðeins þrjá keppendur í verðlaunasæti.
Okkar lesarar sýndu frábæra frammistöðu og þó þær hafi ekki lent í verðlaunasæti þá voru þær Hörðuvallaskóla til mikils sóma og við eru ákaflega stolt af þeim.
Þær Lóa Katrín og Tinna Björk lásu fyrir hönd skólans en Ísabella Mist var varamaður.
Baugakór 38, 203 Kópavogur Sími: 441-3600 |
Skrifstofa skólans er opin kl. 08:00-15:00 virka daga á starfstíma skólans. Starfsfólk og netföng |
Tilkynningar um veikindi / leyfisóskir vegna nemenda: 441-3600 / ritari.horduvallaskola@kopavogur.is