14.03.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Við erum ótrúlega spennt að geta loksins boðið ykkur að koma til okkar í skólann á fræðslu sálfræðings um heimanám, tilfinningar og venjur.
Lesa meira
10.03.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Í morgun fór fram Stóra upplestrarkeppnin í Hörðuvallaskóla og stóðu nemendur sig með mikilli prýði. Þátttakendir voru
Hilmar Máni Magnússon, Kristófer Þór Þórðarson, Jenný Þóra Halldórsdóttir, Rakel Sara Ægisdóttir, Karl Bragi Jóhannesson og Móeiður María Jónsdóttir. Dómnefnd skipuðu Halldóra Gísladóttir, Íris Björk Eysteinsdóttir og Leifur Leifsson. Niðurstaða dómnefndar var að fulltrúar Hörðuvallaskóla í úrslitum yrðu Hilmar Máni og Kristófer Þór og varamenn þeirra Jenný Þóra og Rakel Sara.
Þátttakendur stóðu sig allir frábærlega og sýndu og sönnuðu að æfingin skapar meistarann!
Innilega til hamingju!
Lesa meira
04.03.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Mikið fjör og fínerí á öskudaginn! Margir hugmyndaríkir og skemmtilegir búningar á ferð og börnin (og starfsfólk) skemmtu sér konunglega! Nokkrar myndir frá stuði dagsins hér
Lesa meira
16.02.2022
Vetrarleyfi Hörðuvallaskóla er 17. og 18. febrúar.
Lesa meira
14.02.2022
14. feb. kl. 08:00 – 15:00
Suðaustan hríð og skafrenningur.
Suðaustan 8-15 m/s, snjókoma og talsverður skafrenningur. Viðbúið að dragi víða í skafla og færð spillist.
14. feb. kl. 15:00 – 15. feb. kl. 04:00
Suðaustan hvassviðri.
Suðaustan hvassviðri, 13-20 m/s og snjókoma eða slydda á köflum, en líkur á talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum.
Lesa meira
10.02.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Hér má finna fréttabréf Hörðuvallaskóla í febrúar
Lesa meira
21.01.2022
Kæru forráðamenn
Við minnum á skráningu í foreldraviðtölin sem fara fram næstkomandi þriðjudag og miðvikudag. Mikilvægt er að skrá sig í foreldraviðtal. Þegar það hefur verið gert, fá forráðamenn hlekk á viðtalið, sem er fjarviðtal. Gert er ráð fyrir 20 mínútum í viðtalið, gott er að undirbúa sig vel þannig að hægt verði að ræða sem ítarlegast það sem viðkemur barninu og náminu.
Lesa meira
21.01.2022
Í dag, föstudaginn 21. janúar 2022, er fyrsti dagur Þorra, sá dagur er nefndur bóndadagur. Ýmsir njóta þess þá að borða þorramat, aðrir gera það ekki. Í skólanum fá börnin kraftmikla og þjóðlega kjötsúpu sem að búin er til af Hildi, mátráð, og hennar flinka starfsfólki. Við óskum ykkur öllum góðrar helgar og vonum að allt gangi vel hjá ykkur.
Lesa meira