04.02.2021
Oddrún Ólafsdóttir
Þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi eflir sjálfstraust þeirra, kennir viðurkennd
samfélagsleg gildi og brúar menningarlegt bil af ólíkum uppruna. Þátttaka barna getur líka
komið í veg fyrir félagslega einangrun og stuðlar að þátttöku í samfélaginu.
Hvetjum börnin okkar til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi!
Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum
5–18 ára með lögheimili í Kópavogi frístundastyrk vegna þátttöku
í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Lesa meira
18.12.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Við sendum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum árið sem er að líða. Fyrsti skóladagur á nýju ári er þriðjudaginn 5.janúar.
jólakveðja frá starfsfólki Hörðuvallaskóla
Lesa meira
17.12.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Sigrún Tinna Atladóttir í 10. bekk skrifaði á dögunum þessa frábæru grein fyrir Kópavogspóstinn.
Ég var á nemendaráðsfundi um daginn með æðislegum krökkum og við vorum að tala við stjórnendur Hörðuvallaskóla um hugmyndir til að bæta skólastarfið. Þarna fengum við tækifæri til að koma okkur hugmyndum á framfæri til að gera skólann okkar betri. Ég er því stolt að við séum að hafa góð áhrif á skólann sem nýtist líka fyrir komandi nemendur. Við fáum einnig tækifæri til að hafa áhrif á félagsmiðstöðvastarfið í Kúlunni.
Starfsmenn Kúlunnar eru hugmyndarík og hafa fundið margar leiðir til að halda starfinu uppi á skemmtilegan hátt vegna covid. Þau hafa sett upp margar rafrænar opnanir sem farið er í leiki og spjallað, komið á glugga hjá okkur með allskonar góðgæti og haft rafrænar keppnir eins og kökukeppni og bingó.
Það er einnig mikilvægt fyrir okkur að hafa rödd og þá sérstaklega á þessum skrítnu tímum. Starfsfólkið hvetur okkur áfram, hlustar á hugmyndir og reynir að gera þær að veruleika. Sem dæmi þá var það okkar ósk að fá að fara í skíðaferð síðastliðin vetur. Starfsfólkið tók vel í þá hugmynd og studdi okkur við að framkvæma hana. Mér finnst svo æðislegt hvað starfsmennirnir höfðu mikla trú á okkur við að leysa þetta verkefni og vera okkur innan handar.
Það er nauðsynlegt fyrir nemendur að það sé hlustað á þau og mér finnst starfsfólk Kúlunnar gera það ótrúlega vel. Það skiptir miklu máli fyrir skólasamfélagið og einnig samfélagið í heild að krakkar hafi rödd og líka að þau geti framkvæmt þær hugmyndir sem upp koma með góðri aðstoð. Krakkar bæði þroskast við það og finnst eins og þeirra rödd skiptir máli sem er mikilvægt fyrir framtíðinna.
Lesa meira
16.12.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Sjáið til hliðar lýsingar á skemmtilegasta jólaballinu okkar hingað til :D
Lesa meira
11.12.2020
BINGÓ-ið byrjar klukkan 20:00, en endilega mætið fyrr til að koma ykkur fyrir og ef það skyldu koma upp tæknileg vandamál þá getum við græjað þau sem fyrst.
Skyldumæting fyrir þá sem eru á unglingastigi
https://mfbc.us/v/zvt4qwm - Bingó spjald
ef ekki virkar að ýta á linkinn þá copyiði hann inn og setjið hann í netvafri hjá ykkur
https://us02web.zoom.us/j/86538890964?pwd=USsyaEVUSWlleFhsVUhPTlZrR0dtUT09 – zoom linkur
Leiðbeiningar:
Ýtið fyrst á Zoom linkinn og skráið ykkur þar inn
Því næst ýtið þið á Mute og slökkva á myndavél (ef margir í sömu fjölskyldu eru að taka þátt, þá nægir það að einn meðlimur skrái sig á Zoom, en allir þurfa að vera með sér bingo spjald.
Ýtið því næst á bingo-spjalds linkinn og skráið ykkur með nafni og þið fáið spjald
Ef það eru einhver vandamál sem koma upp þá ekki hika við að hringja í símanúmer – 666-5505 (Stella)
Þátttakan er frí en við hvetjum alla til að styrkja þar sem allur ágóðinn rennur til Bleiku slaufunnar
því hvetjum við alla til að styrkja gott málefni, allur styrkur er jafn mikilvægur =)
Reikningsnúmer: 0536-26-000715
Kennitala: 700169-3759
Lesa meira
10.12.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Við minnum á að á morgun 11. desember er rauður dagur eða nemendur geta mætt í jólapeysum eða einhverju sem minnir á jólin, skraut í hár, jólahúfa, bolur eða skrautleg flík. Ætlunin er fyrst og fremst að lífga upp á daginn.
Lesa meira
26.11.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Enn er blíðaskaparveður hér í Kórahverfi. Ef eitthvað breytist og þörf verður á að sækja börn munum við láta ykkur vita. Það væri þá helst að þeir sem sæki úr frístund þurfi að fylgjast sérstaklega með fregnum.
Lesa meira
26.11.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Við biðjum alla um að kynna sér vel tilmæli um viðbrögð foreldra þegar veðurviðvörun hefur verið gefin út hér
https://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/?fbclid=IwAR3kZLK5TdjSw1oG5Y_T0kGvPN6OErkaKno_0m1PDWBsEIwOjunXA2DeIMQ
Lesa meira
16.11.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Við bjóðum ykkar að mæta á vefkaffi sálfræðings miðvikudaginn 18 nóvember kl 19:30 á Microsoft Teams. Smellið hér til að vera með.
Lesa meira