Hvað einkennir góðan lesara?

Menntamálastofnun hefur gefið út veggspjald sem tíundar einkenni góðs lesara. Efni veggspjaldsins tengist framtíðaráherslum í útgefnu efni á vegum Menntamálastofnunar og læsisverkefnisins sem sett var á laggirnar í kjölfar Þjóðarsáttmála um læsi.

Lesskilningstækni og lesskilningsaðferðir eru nauðsynleg viðfangsefni og mikilvægur þáttur í formlegri læsiskennslu svo læsi nemenda vaxi og dafni í takti við þroska, áhuga og kröfur sem nám gerir til þeirra. Á veggspjaldinu er lögð áhersla á að útskýra þá hæfni sem einkennir góðan lesara og sjálfsagt er að gera þessa hæfni að umræðuefni með nemendum svo þeir geti betur glöggvað sig á færninni sem gerir þá að góðum lesurum.  Veggspjaldið má nálgast hér.. 


Athugasemdir