31.01.2024
Jóhanna Kristín Arnberg
Góðan dag kæru foreldrar.
Veðurstofa hefur gefið út gula veðurviðvörum í dag og gert er ráð fyrir töluverðum vindstyrk, skafrenningi og slæmu skyggni.
Miðað við spár er líklegt að veðrið verði hvað leiðinlegast um það leyti sem börn fara heim úr skóla.
Við biðjum ykkur foreldra að meta hvort þið sækið börnin ykkar úr skóla í dag eða þau gangi sjálf heim. Ef veðrið skyndilega versnar umfram spá sendum við ykkur nýjar upplýsingar.
Bestu kveðjur,
Stjórnendur
Lesa meira
29.11.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Nú þegar líða fer að aðventa verður ýmislegt skemmtilegt um að vera í skólanum. Dagskrá desember mánaðar má sjá hér. Nánari upplýsingar verða sendar út um einstaka viðburði til tiltekinna hópa eftir því sem við á. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Lesa meira
13.10.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu hafa verið uppfærðir sem hér segir:
Í 3. lið breytist “umsýslukerfið Lightspeed” í “umsýslukerfi” en um þessar mundir er verið að fara úr Lightspeed umsýslukerfinu yfir í Jamf umsýslukerfið.
Í 6. lið bætist við: “Nemanda er heimilt að taka spjaldtölvuna með sér heim að loknum skóladegi” verður “Nemanda í 5. - 10. bekk er heimilt að taka spjaldtölvuna með sér heim að loknum skóladegi”
Liður 9 bætist við aftast í annarri setningu “Ekki má setja í hana stolin forrit eða forrit sem breyta stýrikerfi þess.” og verður þá “Ekki má setja í hana stolin forrit eða forrit sem breyta stýrikerfi þess eða stillingum.”
Liður 10 breytist lítillega. Setningin “Þegar spjaldtölvunni er skilað í lok skólaárs ber nemandi ábyrgð á að vista persónuleg gögn annars staðar, þar sem spjaldtölvan verður uppfærð og enduruppsett áður en hún er afhent á næsta skólaári og eyðast þá öll gögn af spjaldtölvunni”. verður “Þegar spjaldtölvunni er skilað í lok skólaárs ber nemandi ábyrgð á að vista persónuleg gögn annars staðar, þar sem spjaldtölvan getur verið uppfærð og enduruppsett áður en hún er afhent á næsta skólaári og eyðast þá öll gögn af spjaldtölvunni.
Í lið 11 breytist ein setning. “Ef spjaldtölva er tilkynnt týnd eða stolin er starfsfólki Kópavogsbæjar heimilt, í samráði við nemanda eða foreldri/forráðamann að nýta Find my iPad til að staðsetja spjaldtölvuna. ” verður “Ef spjaldtölva er tilkynnt týnd eða stolin er starfsfólki Kópavogsbæjar heimilt að nýta Find my iPad til að staðsetja spjaldtölvuna”.
Að síðustu breytast tvær setningar í lið 14. “Við útskrift úr grunnskóla er persónulegum skólaaðgangi nemanda að gögnum lokað eftir 3 mánuði og öllum gögnum þar inni eytt. Nemendur fá sendar leiðbeiningar um hvernig þeir geta breytt aðgangi sínum á Apple og iCloud til að varðveita persónuleg gögn og gert hann að persónulegum aðgangi til að varðveita þau” verður:
“Við útskrift úr grunnskóla er persónulegum skólaaðgangi nemanda að gögnum lokað eftir einn mánuð frá útskrift og öllum gögnum þar inni eytt. Nemendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta breytt aðgangi sínum á Apple og iCloud til að varðveita persónuleg gögn og gert hann að persónulegum aðgangi til að varðveita þau”.
Skilmálana má finna í heild sinni á vefnum Snjallheimar.is https://spjaldtolvur.kopavogur.is/skilmalar/
Lesa meira
22.08.2023
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
Hér eru hagnýtar upplýsingar til foreldra/forsjáraðila í skólabyrjun
Lesa meira
16.06.2023
Oddrún Ólafsdóttir
Við óskum nemendum, foreldrum og starfsmönnum skólans gleðilegs sumars.
Skrifstofa skólans verður lokuð frá 19. júní og opnar aftur föstudaginn 4. ágúst.
Skólaboðunardagur verður 23. ágúst og munu foreldrar nemenda í verðandi 1. bekk fá boð í einstaklingsviðtöl hjá umsjónarkennurum. Nemendur sem fara í 2.-7. árgang verða boðaðir til umsjónarkennara þann dag þar sem nemendur fá stundatöflu og fleiri upplýsingar. Ekki verða einstaklingssamtöl í þessum árgöngum nema foreldrar óski sérstaklega eftir því. Umsjónarkennarar senda út tímasetningar og frekari upplýsingar til foreldra eftir 15. ágúst.
Lesa meira