06.12.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Vinsamlegast sjáið dagskrá desember hér. Skipulög jólaballa má finna hér.
Lesa meira
05.12.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Þann 1.desember fögnuðum við fullveldisdeginum með því að allur skólinn kom saman í Kórnum. 1.bekkur söng fyrir okkur tvö jólalög, 4.bekkur söng Ísland er land þitt og spilaði á blokkflautur, 7. bekkur las jólasveinavísur og grýlukvæði og 10. bekkur var með dansatriði um fullveldið. Nemendur stóðu sig öll með miklum sóma . MC Gauti slaufaði svo hátíðinni með pomp og prakt. Frábær byrjun á desembermánuði.
Lesa meira
28.10.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Vekjum athygli á smá uppbroti vegna Hrekkjuvöka á mánudaginn :)
Lesa meira
08.09.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Nú í byrjun skólaárs eru bókasafn skólans að setja upp ýmislegt sem hvetur nemendur til lesturs og aðstoðar þau við að finna sér bækur við hæfi. Í Vallakórnum á elsta stigi hefur Sigurrós forstöðumaður bókasafns komið upp Bookflix þar sem nemendur geta valið sér bækur eftir áhugasviði!
Lesa meira
17.08.2022
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
2.-10. bekkur
Skólaboðunardagur verður 23. ágúst. Þá koma nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum að hitta umsjónarkennara sína. Nánari upplýsingar varðandi þau má vænta frá umsjónarkennurum í næstu viku.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 24. ágúst.
Nýir nemendur, 2-10. bekk
Nemendur sem eru að koma nýir í skólann fá boð um að koma á kynningu í skólann 19. ágúst - nánari upplýsingar verða sendar út.
1. bekkur
Skólaboðunardagar verða 23. og 24. ágúst. Þá koma nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum að hitta umsjónarkennara sína. Nánari upplýsingar má vænta frá umsjónarkennurum í næstu viku.
Frístund opnar miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 13:00
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 25. ágúst.
Lesa meira
17.08.2022
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir
Vakin er athygli á því að ný uppfærsla af skilmálum um afnot af spjaldtölvum er komin út eftir endurskoðun og má finna á vefsíðu verkefnisins. Þegar nemendur fá afhenta spjaldtölvu í fyrsta sinn eru foreldrar beðnir um að samþykkja skilmála vegna afnota af spjaldtölvu.
Grunnskóladeild endurskoðar skilmálana árlega í takt við þróun á skipulagi, uppfærslum, öryggisstillingum og hugbúnaðaþróun. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér endurskoðaða skilmála. Að þessu sinni er ein efnisleg breyting á skilmálunum sem snýr að eyðingu persónulegra gagna nemenda sem færist úr 6 mánuðum niður í 3 mánuði (liður 14) og síðan var 14. og 15. liður sameinaður og 16. liður lagður niður.
Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnisstjóri í upplýsingatækni grunnskóladeild menntasviðs Kópavogsbæjar.
Lesa meira
27.05.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Sumarið er mætt með sól núna nánast upp á hvern einasta dag. Við höfum heldur betur notið þess í vorferðunum sem farnar hafa verið.
Nú langar okkur til að birta skipulag fyrir dagana sem eftir eru á þessu skólaári. Umsjónakennarar senda svo frekara skipulag fyrir sína bekki í vikupósti.
Lesa meira
16.05.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Hvetjum sem flesta til að fjölmenna á vorhátíð Hörðuvallaskóla þriðjudaginn 24. maí
Lesa meira
28.03.2022
Oddrún Ólafsdóttir
Tveir nemendur frá Hörðuvallaskóla þau Kaja Sól og Snorri Sveinn fóru á Barnaþing Kópavogsbæjar. Hver skóli sendi inn tvö málefni um hvað væri gott við skólann sinn og hverju mætti breyta. Tvæ tillögur Hörðuvallaskóla voru samþykktar og var unnið með þær á þinginu ásamt öðrum tillögum. Dæmi um það sem má breyta við skólann var aukin kynfræðsla og fræðsla um fordóma, aukin fræðsla um fjármálafræðslu og breytingar á sundskyldu. Nemendur ræddu mikið um að kennd yrði Lífsleikni þar sem hægt væri að taka þessi málefni fyrir ásamt öðrum efnum. Sjá frétt Kópavogsbæjar hér
Lesa meira