Fréttir

Skólabyrjun 2021

1.bekkur Skólaboðunarviðtöl eru 24 og 25 ágúst þar sem foreldrar og nemendur eru boðaðir á fund með kennara. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 26.ágúst 2-10 bekkur Skólaboðunardaginn 24. ágúst eru nemendur í 2.-10. árgangi boðaðir á fund ásamt foreldrum / forráðamönnum. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 25.ágúst
Lesa meira

Fréttabréf ágúst 2021

Nú líður senn að skólsbyrjun og viljum við vekja athygli á fréttabrefi skólans hér
Lesa meira

Bólusetning fyrir 12-15 ára / Vaccination for 12-15 year olds

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á bólusetningu við covid-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins heldur utan um skipulag og framkvæmd en bólusett verður dagana 23. og 24 ágúst í Laugardalshöll. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu heilsugæslunnar.
Lesa meira

Opið hús óskilamuna fimmtudag 10. júní kl 16-19

Nú þegar skólaárið er að taka enda langar okkur að biðja nemendur og foreldra að huga að því sem endað hefur í óskilamunum. Seinasta tækifæri til þess mun vera á opnu húsi óskilamuna fimmtudaginn 10. júní milli 16 og 19 Eftir það verður óskilamunum pakkað saman og afhent góðgerðarsamtökum.
Lesa meira

Skólaslit og útskrift vor 21

Skólaslit Hörðuvallaskóla eru sem hér segir Útskrift 10.árgangs verður kl 17:00 miðvikudag 9.6. í Vallakór. Skólaslit neðangreindra árgangu 10. júní Skólaslit 1.-3. árgangs í salnum í Baugakór kl 9:00 Skólaslit 4.-5.árgangs í salnum í Baugakór kl 10:00 Skólaslit 6.-7.árgangs í salnum í Baugakór kl 11:00 Skólaslit 8.-9.árgangs í salnum í Vallakór kl 12:00
Lesa meira

Hörðuvallaskóli hlaut Kópinn 2021

Kópurinn. viðurkenning menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavog var afhentur í gær við hátíðlega athöfn í Salnum. Hörðuvallaskóli hlaut Kópinn fyrir fjarnám í list- og verkgreinum á meðan skólastarf var undir verulegum takmörkunum. Ágúst Ólafsson, tónmenntarkennari og Karl Jóhann Jónsson, myndmenntakennari kynntu verkefnið og tóku við viðurkenningunni. Við erum óendanlega stolt og þakklát fyrir okkar frábæru kennara, störf þeirra og hugmyndaauðgi!
Lesa meira

Skólahreysti

Lið Hörðuvallaskóla stóð sig með mikilli prýði í undankeppni Skólahreysti og hreppti 5. sætið. Liðið skipuðu Arnar Arason, Hrafnhildur Tinna Brynjólfsdóttir, Brynjar Már Guðmundsson, Thelma Ósk Björgvinsdóttir, Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson og Sóley Jóhannesdóttir. Við erum ákaflega stolt af þessum flottu krökkum!
Lesa meira

Íslandsmót barnaskólasveita í skák – 2021 – 1.-3 bekkur

Mótið fór fram í Rimaskóla sunnudaginn 9. maí. 13 lið tóku þátt og var þeim skipt í tvo riðla. Tvær efstu sveitir í hvorum riðli tefldu til úrslita um titilinn. Lindaskóli og Rimaskóli komust áfram úr A-riðli en Melaskóli og Smáraskóli úr B-riðli. Rimaskóli vann svo úrslitakeppnina og Melaskóla varð í öðru sæti. Sveit frá Hörðuvallaskóla tók þátt í mótinu og lenti í 4.-5. sæti í B-riðli (7 sveitir) með 8 vinninga af 20 mögulegum eða 40% sem er eftir atvikum þokkalegur árangur. Sveitina skipuðu Daníel D. Tómasson 3.GS, Alexander S. Guðmundsson 3.EG, Fjölnir D. Þorsteinsson 3.EG, Karen Van de Putte 3.EG, Margrét Y. Bjarnadóttir 3.GS og Nicole Dís M. Guðmundsdóttir 3.GS. Krakkarnir höfðu gagn og gaman af taflmennskunni og þarna er greinilega vaxtarbroddur sem þarf að hlúa að.
Lesa meira

Blár dagur föstudaginn 9. apríl

Föstudaginn 9. apríl er blár dagur. Þann dag eru nemendur og tarfsmenn hvattir til að klæðast einhverju bláu. Blár dagur er til að stuðla að vitundarvakningu um málefni barna með einhverfu. Við erum öll allskonar og mikilvægt að taka umræðu um það við börnin. Með því að klæðast bláu á föstudaginn fögnum við fjölbreytileikanum með samstöðu allra. Hér má nálgast nánariupplýsingar um verkefnið
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Í ljósi nýjustu frétta og ákvarðana stjórnvalda þá fellur allt skólahald niður frá miðnætti í dag 24.3. fram yfir páskafrí. Þetta á líka við um páskafrístund sem áætluð var í næstu viku. Vinsamlegast fylgjst vel með póstum frá skólastjórnendum varðandi framhaldið eftir páska.
Lesa meira