06.05.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Við minnum á að út þessa viku eru 1. og 3. bekkur að mæta seinna í skólann eins og póstur frá skólastjóri skýrði frá í seinustu viku. Bréfið sem sent var má finna hér
Þessi viku mætir 1. bekkur 10:40 og 3. bekkur 9:50
Ef ekki verður búið að semja fyrir næstu viku þá mætir 2. bekkur 10:40 og 4 bekkur 9:50 alla þá viku en 1. og 3. bekkur á venjulegum tíma
Lesa meira
29.04.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Vinsamlegast finnið seinasta sálfræðimola frá Erlendi sálfræðingi hér
Lesa meira
29.04.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Endilega kynnið ykkur samantektarskýrslu á Plánetu A-verkefninu sem 8. bekkingarnir tóku þátt í á síðustu önn og yfirlit yfir öll verkefnin sem nemendur Hörðuvallaskóla unnu því tengdu. Pláneta A-verkefnið er umhhverfis- og loftslagsverkefni unnið af 8. bekkingum í Kópavogi í tilefni af Alþjóðlegum degi barna og 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna þann 20. Nóvember 2019.
Lesa meira
17.04.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Mótlætaþol og aukin ábyrgð
Nú erum við gengin ansi langt inn í samkomubann. Á sumum heimilum er komin þreyta í okkur og börnin okkar. Það sem gerist vanalega í þreytu er að við töpum einbeitingu. Sumir verða styttri í spuna, samskipti mögulega snúnari og reglur verða óskýrari. Hegðunarvandi barna og unglinga getur líka verið farinn að magnast, sér í lagi á þeim heimilum þar sem hann var talsverður fyrir.
Moli vikunnar snýr því að mótlætaþoli og hvernig við getum nýtt aukna ábyrgð til að fást við lágt mótlætaþol. Mótlætaþol er færnin okkar til að svara upplifuðu mótlæti með raunsærri túlkun á aðstæðum, passlegum tilfinningastyrk og áhrifaríkri hegðun. Það þýðir að við sjáum skýrt það sem er að, höldum nokkurn veginn hausnum köldum og gerum eitthvað sem virkar til að fást við það sem er að. Þetta þol er sum staðar orðið lítið og vanlíðan hefur þá vaxið í takt.
Með því að auka ábyrgð barnanna á hversdagslegu lífi fjölskyldunnar getum við aukið mótlætaþol. Því ef þú hefur skýrt hlutverk og nokkuð skýran tilgang þá er oftast mun auðveldara að fara í gegnum erfiðleika.
Ég hvet ykkur því til að finna eitthvað eitt hlutverk á heimilinu sem barnið ykkar getur sannarlega borið ábyrgð á næstu viku. Það getur verið passa að öll fjölskyldan borði 3 ávexti yfir daginn og skeri þá niður eða að passa hvaða spil er spilað eftir kvöldmat og hafa allt saman til. Finnið einföld atriði sem þau bera ábyrgð, alla daga vikunnar og snýr ekki eingöngu að þeim heldur fjölskyldunni í heild. Þetta eiga ekki að vera heimilisverk heldur eitthvað sem hefur jákvæð áhrif á líðan fjölskyldunnar (ekki það að ryksygun eða frágangur þvotts lifti ekki andanum). Ég hvet ykkur líka til að hjálpa þeim að túlka þessa auknu ábyrgð á raunsæjan en jákvæðan hátt með viðeigandi tilfinningastyrk og áhrifaríkri hegðun. Kannski verður þó svarið sum staðar „ertu að grínast, á ég að gera allt?! Ef það gerist erum við kominn með góðan umræðugrundvöll um mótlætaþol og sameiginlega ábyrgð.
Gangi ykkur vel og góða helgi.
Erlendur sálfræðingur
Lesa meira
16.04.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Vinsamlegast sjáið nýjasta fréttablað heimaskóla hér. Heimaskólarnir verða enn opnir næstu vikurnar eða til 4. maí. Þá vonum við að skólahald verði aftur eðlilegt og heimaskólarnir geti lokað. Í Hörðuvallaskóla er búið að setja flest alla nemendur í 6. til 10. bekk í fjarkennslu en yngri nemendur fá að mæta í skólann og eru næstum heilan skóladag. Þetta fréttabréf er því að mestu tileinkað eldri nemendum.
Lesa meira
15.04.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Kópavogsbær heldur áfram með netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri á fimmtudögum kl. 16:30 og laugardögum kl. 11:00 út apríl. Við hvetjum ykkur til að benda ykkar börnum á að taka þátt á skákmótunum. Nú eru um 100 börn skráð í hópinn.
Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt:
1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
2. Gerast meðlimur í hópnum „Kópavogur-skólar”: https://www.chess.com/club/kopavogur-skolar
3. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins á chess.com.
Dagskrá út apríl:
• Alla fimmtudaga 16:30 - 17:30 (5 umferðir, þátttakendur bíða eftir að allir ljúki við sínar skákir áður en næsta fer í gang):
https://www.chess.com/live#t=1190132 (Tengill gildir fyrir mótið þann 16. apríl, tenglar verða uppfærðir vikulega á forsíðu Kópavogur-skólar á chess.com).
• Alla laugardaga 11:00-12:00 (Teflt í 60 mínútur):
https://www.chess.com/live#r=183802 (Tengill gildir fyrir mótið þann 18. apríl, tenglar verða uppfærðir vikulega á forsíðu Kópavogur-skólar á chess.com)
Mælt er með að þið notið borðtölvu/fartölvu, chess.com appið virkar ekki á mótum.
Umsjónarmaður er Kristófer Gautason, formaður Skákdeildar Breiðabliks. Ef þið lendið í vandræðum eða viljið fá frekari upplýsingar er hægt að senda honum póst á netfangið kristofer.gautason@rvkskolar.is
Lesa meira
06.04.2020
Nú er skólinn kominn í páskafrí og starfsfólk og nemendur hittast næst þriðjudaginn 14.04. Síðustu þrjár vikur fyrir páska stóðu allir sig mjög vel þrátt fyrir breyttar aðstæður. Starfsfólk og nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa aðlagað sig að þeim aðstæðum sem sköpuðust hratt og engna óraði fyrir að gætu orðið. Það fannst vel á þessum undarlegu tímum hve skólasamfélag Hörðuvallaskóla er samhent og að allir bera hag nemenda fyrir brjósti.
Nú er skólinn kominn í páskafrí og starfsfólk og nemendur hittast næst þriðjudaginn 14.04.
Síðustu þrjár vikur fyrir páska stóðu allir sig mjög vel þrátt fyrir breyttar aðstæður. Starfsfólk og nemendur eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa aðlagað sig að þeim aðstæðum sem sköpuðust hratt og engan óraði fyrir að gætu orðið. Það fannst vel á þessum undarlegu tímum hve skólasamfélag Hörðuvallaskóla er samhent og að allir bera hag nemenda fyrir brjósti. Það er einnig ómetanlegt að finna stuðning og skilning foreldrasamfélagsins á þeim aðgerðum sem þurfti að grípa til.
Eftir páska verður skólahald með svipuðum hætti, fyrir utan það að 6.-10. bekkur verður alfarið í fjarnámi en 1.-5. bekkur kemur daglega í skólann. Nánari útskýringar á skipulagi verða sendar heim í tölvupósti.
Einnig viljum við upplýsa ykkur um að Þórunn Jónasdóttir, sem hefur verið skólastjóri í afleysingum í vetur, hefur verið ráðin skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Mikil ánægja er með ráðninguna meðal starfsmanna skólans og við óskum henni farsældar í starfi.
Lesa meira
03.04.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Búið er að safna í hugmyndabanka fyrir heimilin þar sem kynntar eru skemmtilegar hugmyndir af afþreyingu í páskaleyfinu.
Þá hefur Menntavísindasvið í samstarfi við Heimili og skóla ýtir úr vör fyrirlestraröð á ZOOM fyrir foreldra. Foreldrafræðslan hefur fengið nafnið Heimilin og háskólinn og þar mun fræðifólk Menntavísindasviðs ásamt góðum gestum úr samfélaginu fjalla um ýmsar hliðar fjölskyldulífsins á þeim óvenjulegum tímum sem við lifum.
Að lokum kynnum við til leiks spjaldtölvuvef Kópavogs þar sem ýmsar hagnýtar upplýsingar má finna um notkun spjaldtölva í grunnskólum Kópavogs.
Lesa meira
01.04.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Nú nálgast páskafríið óðfluga og vildum við því deila með ykkur páskablaði heimaskólafrétta sem þið finnið hér.
Lesa meira
01.04.2020
Moli vikunnar – Traust og áhrifarík samskipti
Í þessari viku ætlum við að vinna og leika okkur með traust og áhrifarík samskipti. Æfingin er í leikjaformi þar sem við ætlum að hafa til einfaldan mat saman. Sá sem hefur til matinn er með bundið fyrir augun og er stýrt af öðrum. Sá aðili má ekkert gera annað en að segja til. Þannig skiptumst við á að hafa til einhvern einfaldan mat. Við þurfum að treysta og eiga áhrifarík samskipti svo það gangi upp. Senda skýr fyrirmæli og hlusta gaumgæfulega. Við skiptumst á og fyrst gerir barnið með bundið fyrir augun og hefur t.d. til ristað brauð með osti. Hvar er brauðið? Hvernig er það sett blindandi í ristavélina og svo smurt? Svo skiptum við og barnið stýrir okkur í gegnum einhvern hluta þess að hafa til matinn. Þið þurfið kannski að hafa til kakómalt. Hvenær er komið nóg af mjólk? Ég hvet ykkur til að gera þetta nokkrum sinnum í vikunni og sjá hvernig samskiptafærnin vex hratt með hverri æfingu.
Bannað að svindla og kíkja!
Góða skemmtun og gangi ykkur vel,
Erlendur sálfræðingur
Lesa meira