19.03.2020
Leiðbeiningar frá sóttvarnalækni
Lesa meira
19.03.2020
Við settum fram myndræna hugmynd að skipulagi fyrir nemendur í fjarnámi. En nemendur á mið- og ungingastigi eru að hluta til í fjarnámi þessa dagana vegna samkomubanns. Kennarar styðja nemendur og foreldrar styða þá líka en nemendur sjálfir bera meiri ábyrgð en áður, því þó kennarar haldi þeim við efnið í gegnum netið og foreldrar heima er það ólíkt því að mæta fullan skóladag. Meginmarkmið okkar er að stuðla að því að nemendur haldist virkir í námi sínu og haldi tengslum við kennara þrátt fyrir fjarveru frá skóla. Nemendur og kennarar eru vel undirbúin vegna nokkurra ára hefðar í notkun tækninnar hjá okkur.
Lesa meira
11.03.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Enn er eldhúsið lokað vegna verkfalls og minnum við því á nestið fyrir allan skóladaginn.
Lesa meira
24.02.2020
Oddrún Ólafsdóttir
Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk, fór fram í íþróttahúsinu Smáranum föstudaginn, 21. febrúar.
Hörðuvallaskóli sendi 20 börn úr 3. bekk sem skipuðu 5 sveitir. Fjórir nemendur kepptu í hverju liði. Allir okkar nemendur stóðu sig frábærlega vel undir stjórn skákkennara síns, Gunnars Finnsonar. C sveit Hörðuvallaskóla lenti í fyrsta sæti og fékk bikar. í C sveitinni voru Áróra Rós Gissurardóttir, Arney Embla Hreinsdóttir, Benedikta Friðsemd Ingadóttir og Diljá Hjartardóttir.
Við óskum stelpunum og þátttakendum öllum til hamingju með glæsilegan árangur!
Lesa meira