Fréttir

Morgunkaffi sálfræðings - #1 Kvíði

Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Hörðuvallaskóla Við erum að hrinda af stað fyrirlestraröð með sálfræðingi skólans, einn morgunfundur í mánuði. Fyrsti fundur er föstudaginn 15. nóvember kl 8:30-9:15 og er haldinn í stóra salnum í Vallakór. Í fræðslunni er skoðaður kvíðavandi barna út frá sjónarhorni foreldra. Hvað er hamlandi kvíði? Hvernig birtist hann gjarnan hjá börnum? En unglingum? Hvað hefur reynst vel til að hjálpa þeim að fást við kvíðavandann? Þessum spurningum og fleirum verður reynt að leita svara við á fundinum. Ekki láta þig vanta. Erlendur Egilsson er sálfræðingur í Hörðuvallaskóla. Hann hefur starfað á Barna- & unglingageðdeild LSH (BUGL) og Barnaspítala Hringsins ásamt sjálfstæðum sálfræðistörfum. Hann hefur sinnt rannsóknum á þroska og hegðun barna og í doktorsnámi sínu rannsakað virkni snjallsímalausna við heilsueflingu barna og unglinga. Hann er 4 barna faðir. Þau eru mismiklir kvíðaboltar. Hlökkum til að sjá sem flesta bestu kveðjur f.h. starfsmanna Hörðuvallaskóla Þórunn skólastjóri
Lesa meira

Okkar Kópavogur

Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur OKKAR KÓPAVOG
Lesa meira

Fréttabréf októbermánaðar 2019

Fréttabréf októbermánaðar 2019
Lesa meira

Bekkjarfulltrúar

Við biðjum áhugasama foreldra um að gefa kost á sér sem bekkjarfulltúa skólaárið 2019-2020. Einnig minnum við á að foreldraröltið verður á sínum stað í vetur og hvetjum við alla foreldra til að mæta þegar þeirra bekkur/bekkir eiga rölt.
Lesa meira

Útivistartími

Við minnum á breyttan útivistartíma frá og með 1. september 2019. 12 ára og yngri mega lengst vera úti til klukkan 20 á skólatíma. 13-16 ára mega lengst vera úti til klukkan 22 á skólatíma.
Lesa meira

Þórunn verður skólastjóri skólaárið 2019-2020

Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri Hörðuvallaskóla verður í námsleyfi skólaárið 2019-2020. Þórunn Jónasdóttir sem starfaði áður sem aðstoðarskólastjóri mun taka við starfi skólastjóra á meðan. Við þessa tilfærslu hafa orðið fleiri breytingar á stjórnendateymi skólans. Inga Sigurðardóttir sem áður var deildarstjóri á yngsta- og miðstigi tekur við starfi aðstoðarskólastjóra. Guðbjörg Oddsdóttir hefur tekið við deildarstjórn á yngsta- og miðstigi. Stjórnendateymið er því eftirfarandi; Þórunn Jónasdóttir skólastjóri thorunnjona@kopavogur.is Nína Ýr Nielsen skrifstofustjóri nina@kopavogur.is Edda Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri eddakjar@kopavogur.is Inga Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri ifjola@kopavogur.is Guðbjörg Oddsdóttir deildarstjóri yngsta- og miðstigs goddsd@kopavogur.is
Lesa meira

Skólaboðunarviðtöl og fleira.

Opnað hefur verið fyrir skráningar í skólaboðunarviðtölin. Viðtölin fara fram 23. ágúst. 1. bekkur er einnig í viðtölum 26. ágúst en þann dag er skóli samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í 2.-10. bekk. Frístundin er opin fyrir hádegi þann 26. ágúst fyrir nemendur í 1. bekk. Matseðilinn er kominn á heimasíðuna og minnum við á skráningu bæði í mat og í frístundina. Hlökkum til að vinna með ykkur á komandi skólaári.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Hörðuvallaskóla óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegs sumars. Vonandi hafið þið það sem allra best í fríinu. Hlökkum til að hitta ykkur aftur í haust. Skólaboðunardagur fyrir 2. -10. bekk er 23. ágúst. Í 1. bekk eru skólaboðunardagar 23. og 26. ágúst (nánari upplýsingar berast ykkur í tölvupósti eftir miðjan ágúst).
Lesa meira

Hörðuvallaskóli fékk Kópinn 2019

Kópurinn - viðurkenning menntaráðs Kópavogs Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum fimmtudaginn 16. maí. Alls bárust tuttugu tilnefningar til menntaráðs og voru veittar fimm viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi. Það er gaman að segja frá því að eitt af þeim verkefnum sem hlaut viðurkenningu í ár var verkefnið „Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þemadögum í Hörðuvallaskóla“. Það er Anna María kennsluráðgjafi sem á mestan heiður af þessari viðurkenningu en hún undirbjó þemaverkefnin okkar á þemadögunum fyrr í vetur og tókust þemadagarnir með miklum sóma. Það er einnig ánægjulegt að geta þess að af þeim tuttugu verkefnum sem voru tilnefnd til Kópsins í ár voru fimm úr Hörðuvallaskóla. Auk framangreinds verkefnis var þar um að ræða innleiðingu núvitundar, skákkennsluna í Hörðuvallaskóla, breytingarnar á bókasafninu og vinnu með hæfniviðmið aðalnámskrár með nemendum. Við erum að sjálfsögðu afar stolt af þessum árangri og er þetta hvatning til að halda áfram og gera enn betur í viðleitni okkar til að hafa ávalt öflugt skólastarf í fremstu röð í Hörðuvallaskóla!
Lesa meira

Vorhátíð

Foreldrafélag Hörðuvallaskóla, í samstarfi við skólann, stendur fyrir vorhátíð þriðjudaginn 21.maí kl. 17:00 Hátíðin hefst á slaginu 17:00 með tónum frá skólahljómsveit Kópavogs Hoppukastalar Veltibíllinn Blöðrarinn Andlistmálun Fótbolti milli 10. bekkjar og kennara Einnig verður boðið upp á: Grillaðar pylsur og djús Kökubasar til styrktar 9.bekk (ekki tekið við kortum) Hlökkum til að sjá sem flesta í sólskinsskapi Við lögðum allavega inn pöntun fyrir góðu veðri en annars er það bara regngallinn J Að lokum hvetjum við alla til að koma gangandi, því takmarkað er af bílastæðum Með kveðju Stjórn foreldrafélagsins
Lesa meira