Fréttir

Páskaopnun í dægradvöl

Börnum sem eru skráð í dægradvöl stendur til boða að skrá sig á aukadaga í dægradvöl í vikunni fyrir páska. Opið verður í dægradvöl skólans ef tilskilinn lágmarksfjöldi barna er skráður. Opið verður frá 8:00 – 16:00 eftirtalda daga: Mánudagur 26. mars Þriðjudagur 27. mars Miðvikudagur 28. mars Sækja þarf sérstaklega um ofangreinda daga í íbúagátt Kópavogsbæjar og verður innheimt sérstaklega eitt fast gjald fyrir hvern valinn dag, óháð dvalarstundafjölda. Gjald fyrir hvern dvalardag er 1.925 kr. og verður innheimt samkvæmt skráningu, óháð því hvort vistun verður nýtt að fullu eða ekki. Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu þessa daga. Athugið að þátttaka miðast við 15 börn að lágmarki hvern dag. Náist ekki sá fjöldi í hverja dægradvöl fyrir sig verður boðið upp á dvöl í Álfhóli, Álfhólsskóla fyrir börn í neðri byggðum byggðum (Álfhólsskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Smáraskóla og Snælandsskóla) og í Hörðuheimum, Hörðuvallaskóla fyrir nemendur í efri byggðum (Lindaskóla, Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla). Ef til þess kemur verður það tilkynnt þegar skráning liggur fyrir. Sett verður upp sérstök dagskrá fyrir starfið þessa opnunardaga sem verður sniðin að þeim hópi sem þiggja mun þjónustuna. Dagskráin verður send til foreldra bráðlega. Ef til þess kemur að börn færist í aðra dægradvöl verður þess gætt að starfsmaður frá hverri dægradvöl verði starfandi í páskaopnun svo öll börn hafi starfsmann frá sinni dægradvöl. Skráning fer fram hér: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f Skráningu fyrir þessa daga lýkur fimmtudaginn 1. mars 2018
Lesa meira

Vetrarfrí

Dagana 19. og 20. febrúar er sem kunnugt er vetrarfrí og dægradvöl er lokuð þá daga. í tilefni af vetrarfríinu verður fjölbreytt dagskrá í Menningarhúsunum í Kópavogi. Dagskráin er sú sama báða dagana og er öllum frjálst að mæta hvort sem er báða dagana eða annan, á einn viðburð eða marga! Mánudagur 19. febrúar 10:00-12:00 Danssmiðja í Gerðarsafni – Saga Sigurðardóttir 10:00-15:00 Teiknið, skoðið, grúskið á Náttúrufræðistofu 11:00-13:00 Bíófjör á bókasafninu – Vaiana 13:00-15:00 Myndasögustund á bókasafninu – Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir 14:00-16:00 Skákkennsla á Bókasafninu – Birkir Karl Sigurðsson Þriðjudagur 20. febrúar 10:00-12:00 Danssmiðja í Gerðarsafni – Saga Sigurðardóttir 10:00-15:00 Teiknið, skoðið, grúskið á Náttúrufræðistofu 11:00-13:00 Bíófjör á bókasafninu – Big Hero 6 13:00-15:00 Myndasögustund á bókasafninu – Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir 14:00-16:00 Skákkennsla á bókasafninu – Birkir Karl Sigurðsson Viðburðirnir fara fram á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu og Gerðarsafni. Allir velkomnir og ókeypis inn. Sjá nánar á: https://www.kopavogur.is/is/mannlif/vidburdir/vetrarfriid-i-menningarhusunum-i-kopavogi Menningarhúsin í Kópavogi
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill febrúarmánaðar

Nú má nálgast fréttabréf og matseðil febrúarmánaðar hér á heimasíðunni. Smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Íslandsmót grunnskólasveita í skák - stúlknaflokkur

Nemendur skólans skipuðu tvö lið á Íslandsmóti grunnskólasveita í skák sem fram fór 27. janúar sl. Þarna var um að ræða stúlknaflokk í aldurshópnum 1.-2. bekkur. A-sveitin lenti í þriðja sæti og fékk bronsverðlaun. Sveitina skipuðu Guðrún Fanney Briem, Iðunn Kara Hrannarsdóttir, Rakel Gísladóttir og Viðja Ævarsdóttir, allar úr 2.árgangi. Guðrún Fanney vann allar sínar skákir og Rakel vann fjórar af fimm. Til hamingju með árangurinn!
Lesa meira

Okkar Kópavogur - kosning hafin

Nú er kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Í skólahverfinu okkar verður kosið á milli fjölmargra áhugaverðra verkefna og mörg þeirra snúa beint að umbótum á skólalóð og í nágrenni skólans okkar. Alls er varið 200 milljónum í verkefnin. Við hvetjum ykkur til að skoða kosningavefinn og taka þátt. Kópavogsbúar eldri en sextán ára geta kosið. Hér er slóð á kosningavefinn https://kosning2018.kopavogur.is
Lesa meira

Sigurvegari í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi

Á ljóðahátíð í Salnum í Kópavogi þann 21. janúar var tilkynnt um úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi. Henrik Hermannsson nemandi í 7. bekk Hörðuvallaskóla hlaut þar fyrstu verðlaun fyrir ljóðið Myrkrið. Í öðru sæti var ljóðið Frelsi eftir Eyrúnu Flosadóttur í 9. MSJ í Kársnesskóla en ljóðið Allt eða ekkert eftir Söndru Diljá Kristinsdóttur í 8. bekk Salaskóla var í þriðja sæti. Vinningsljóðum grunnskólanema verður dreift um bæinn á veggspjöldum og bókamerkjum.
Lesa meira

Drög að skóladagatali 2018-2019

Nú eru línur teknar að skýrast varðandi skóladagatal næsta skólaárs og kannski einhverjir sem vilja kynna sér það. Búið er að ákveða dagsetningu skólasetningar og skólaslita, skipulagsdaga og vetrarfría. Eftir er hins vegar að raða niður viðtalsdögum og öðrum uppbrotsdögum. Áhugasamir geta kynnt sér drög að dagatalinu en með fyrirvara um að breytingar geta orðið á dagsetningum og fyrirkomulagi viðtalsdaga frá því sem hér sést.
Lesa meira

9. janúar - viðvörun vegna veðurs

Eftirfarandi viðvörun er í gildi vegna veðurs að morgni þriðjudagsins 9. janúar: „Veður get­ur seinkað ferðum nem­enda til skóla. Skól­ar eru opn­ir, en mik­il­vægt er að for­eldr­ar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sér­stak­lega við í efri­byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri,“ Varðandi viðbrögð við óveðri, sjá nánar hér: http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf ársins

Nú er fréttabréf janúarmánaðar komið á vefinn.. smellið á fyrirsögnina
Lesa meira

Jólaleyfi

Jólafrí nemenda hefst að loknum litlujólum þann 20. desember og stendur til fimmtudagsins 4. janúar þegar kennsla hefst að nýju skv. stundaskrá. Við þökkum nemendum og foreldrum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskum gleðilegra jóla!
Lesa meira