Fréttir

Unnið gegn einelti

Nú í byrjun nóvember vinnum við að venju að ýmsum forvarnarmálum og í ár hefur kastljósinu verið beint að einelti á netinu. Nemendur hafa fengið fræðslu og á unglingastigi stýrðu fulltrúar nemenda á eigin spýtur eins konar þjóðfund þar sem rætt var um málefnið og aflað gagna til frekari umfjöllunar og úrvinnslu. Við segjum nánar frá þessu verkefni í næsta fréttabréfi skólans. 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti og þá var hefðbundin dagskrá hjá okkur þar sem vinabekkir sameinuðust um morguninn og síðan var gengið fylktu liði í Kórinn ásamt nemendum samstarfsleikskóla okkar þar sem farið var í leiki og sprellað í smá stund. Það er í raun mjög mögnuð upplifun að sjá 1000 manns skemmta sér í sameiningu í friði og spekt og við erum afar stolt af þessum degi hjá okkur.
Lesa meira

Fréttabréf nóvembermánaðar

Nú er fréttabréf / matseðill nóvembermánaðar kominn á vefinn.. Smellið á fyrirsögnina..
Lesa meira

Vetrarfrí

Dagana 26.-27. október er vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs og dægradvalir eru einnig lokaðar þessa daga. Við vonum að fríið nýtist fjölskyldum til samveru og minnum einnig á að í menningarhúsum Kópavogs er ýmislegt á boðstólum í vetrarfríinu.. sjá nánar hér: http://www.bokasafnkopavogs.is/haustfri-i-grunnskolum-kopavogs/
Lesa meira