Unnið með gildi og jákvæðan skólabrag

Í dag, 3. apríl var haldinn opinn skólaráðsfundur í Hörðuvallaskóla. Markmið fundarins var að skoða hvernig við getum eflt samstarf heimilis og skóla.
Foreldrar fóru í samvinnu með skólaráði hvernig við getum stuðlað að jákvæðum skólabrag. Hvað geta foreldrar gert? Hvað getur starfsfólk gert? Hvað geta nemendur gert? Í kjölfarið var farið í að vinna að endurskoðun á gildum skólans. Starfsfólk hefur nú þegar lokið slíkri vinnu, réttindaráð Unicef er í þeirri vinnu eins og er og síðasti hlekkurinn var að fá foreldra með í þá vinnu.

Hér má nálgast glærur af fundinum og á Facebook síðu skólans eru fleiri myndir af vinnu dagsins.

Hér er hlekkur á Facebook síðu skólans:
https://www.facebook.com/horduvallaskoli