03.12.2018
Sveitakeppni grunnskóla Kópavogs í skák – 2018
A-sveit HV vann bronzverðlaun í flokki 1.-2. bekkjar
B-sveit HV vann bronzverðlaun í flokki 3.-4. bekkjar
A-sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 5.-7. bekkjar
Sveit HV varð Kópavogsmeistari í flokki 8.-10. bekkjar
Lesa meira
30.11.2018
Jóladagatal grunnskólanna, á vegum Samgöngustofu, hefur göngu sína 1. desember. Að þessu sinni verður spurt úr þáttunum Úti í umferðinni sem er að finna inná ruv.is en þar mun Erlen umferðarsnillingur rifja upp helstu umferðarreglurnar.
Á hverjum degi birtist ný spurning sem grunnskólabörn geta svarað þegar þau opna jóladagatalið á nýjum og uppfærðum vef www.umferd.is. Með þátttöku komast nemendur í verðlaunapott en tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út á hverjum degi og fá þeir Jólasyrpu frá Eddu útgáfu.
Allir þátttakendur geta merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla en þannig kemst bekkurinn í sérstakan bekkjarverðlaunapott. Að lokum verður svo einn heppinn bekkur dreginn út og hlýtur hann að launum pítsuveislu.
Nemendur og bekkir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.
Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is frá 1. til 21. desember.
Lesa meira
27.11.2018
Að venju er ýmislegt árstíðabundið um að vera í skólastarfinu í desember og eru þar ýmsar venjur í heiðri hafðar. Má þar nefna að við höldum upp á afmæli fullveldisins í byrjun mánaðar, boðið er upp á kakó og piparkökur, rithöfundar koma í heimsókn og lesa fyrir nemendur, forritunarstundin Hour of code er fastur liður í desember o.fl. Og svo eru litlu jólin náttúrulega rúsínan í pylsuendanum. Smellið hér til að sjá yfirlit yfir viðburði desembermánaðar.
Lesa meira
16.11.2018
Við minnum á að mánudagurinn 19. nóvember er skipulagsdagur og því ekki kennsla þann dag. Frístund er opin.
Lesa meira
15.11.2018
Söngvarakeppni miðstigs var haldin nú á dögunum. Fjölmargir krakkar tóku þátt og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.
Sigurveigari keppninnar var Hrafnhildur Freyja Einarsdóttir (7. M). Vilhjálmur Árni Sigurðsson (5. A) lenti í öðru sæti og Kristín Þóra Helgadóttir (5. G) í því þriðja.
Við óskum þeim innilega til hamingju!
Lesa meira
15.11.2018
Vinningshafar í skólahreysti miðstigs haustið 2018 eru; 7. R -6. L -5. G
Lesa meira
07.11.2018
Í morgun komu fulltrúar TUFF-Íslands, Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna HK og Gerplu og kynntu TUFF verkefnið fyrir nemendum Hörðuvallaskóla.
Verkefnið gengur út á að auka þátttöku allra barna á grunnskólaaldri í íþróttum og í boði eru æfingar frítt í 3 mánuði fyrir þá sem ekki eru að æfa neina íþrótt. Sérstaklega er litið til þess að tryggja að börn af erlendum uppruna sem nýflutt eru í samfélagið verði virkir þátttakendur. Í gegnum tómstundir og íþróttir er markvisst unnið að því að styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og kenna viðurkennd gildi íslensks samfélags, grunnréttindi og skyldur.
Nemendur fengu með sér litla auglýsingu með upplýsingum um hvaða íþróttafélög taka þátt í verkefninu og best er að snúa sér til þeirra til að skrá sig.
Lesa meira
05.11.2018
Í þessum skóla er unnið með Vináttu – Fri for mobberi, sem er forvarnarverkefni gegn einelti.
Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri sýn að einelti sé menningarlegt, samskiptalegt og félagslegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi og því leggjum við áherslu á að vinna með hópinn sem heild og að byggja upp góðan skólabrag.
Lesa meira
01.11.2018
Nú má nálgast nóvemberfréttabréf skólans ásamt matseðli mánaðarins hér á heimasíðunni.. smellið á fyrirsögnina til að nálgast ritið..
Lesa meira
24.10.2018
Fjórir nemendur í 10. bekk hafa fengið styrk frá jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar til að gefa út spil sem þær hönnuðu í þemaverkefni í samfélagsfræði. Spilið er byggt á verkefni um lýðræði og jafnrétti og er í því að finna yfir 75 spurningar sem tengjast efninu. Spilið var einstaklega vel úthugsað og er bæði skemmtilegt og gagnlegt til að læra um þessi mál. Styrkinn ætla þær að nota í að fá faglega prentun á spilinu sem getur svo farið í dreifingu.
Lesa meira